Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 72
70
Vopnafi. Virðist fara í vöxt. Eftirtektarvert er það, að aukning þessi
á sér stað samtímis því, að hætt er að borða slátur. Súrmat vill nii
enginn éta, hvorki slátur né svið. Þótti áður góð og gild vara og' hefur
án efa verið það. 34 tilfelli.
7. Apoplexia cerebri.
Bú&ardals. Kona dó úr þessum sjúkdómi.
Þingeyrar. 2 dánir úr þessum kvilla á árinu, annar 61 árs, hinn
38 ára. Fékk hann skyndilega höfuðverk í hnakka við vinnu og varð
að hætta. Fluttur heim, og þá kominn með töluverðan hnakkastirð-
leika og önnur meningeal einkenni. Mænustunga gerð daginn eftir.
Leiddi í ljós aukinn þrýsting og blóðugan mænuvökva. Lá síðan í 1
mánuð og virtist batna vel, a. m. kosti hurfu öll einkenni, og engar
lamanir var heldur að finna. Einni klukkustund eftir að hann fór á
fætur í fyrsta sinn, fékk hann á ný sáran verk hægra megin í höfuðið,
varð þvöglumæltur og seldi upp. Síðan sást greinileg andlitstaugar-
lömun hægra megin. Sjúkdómsgreiningin subarachnoidealblæðing, e.
t. v. hefur verið um encephalitis haemorrhagica interna að ræða.
Flateyrar. Dánarmein 4 gamalmenna.
Hvammstanga. Miðaldra bóndi í Miðfirði fékk heilablæðingu, missti
um tíma næstum allan mátt úr hægra handlegg og að verulcgu leyti
einnig úr hægra fæti, en náði sér að fullu. Göniul kona með nokkurra
daga gamalt lærleggsbrot fékk heilablæðingu og dó.
Blönduós. Getur ekki kallazt algengur sjúkdómur hér, því að það er
ekki tiltökumál, þó að æðar bili í áttræðu fólki. Ég minnist ekki að
hafa séð neinn með heilablóðfall innan fimmtugs nema 1 konu, sem
var aðflutt hér. Hér er mér vitanlega engin ætt með arfgenga tilhneig-
ingu til heilablóðfalls.
Ólafsfi. 3 sjúklingar.
Vopnafi. 2 'tilfelli.
Egilsstaða. 2 sjúklingar á dánarskrá. Hvort tveggja mjög gamalt
fólk.
Eyrarbakka. Aldraður karlmaður fékk pneumonia crouposa og við
henni pensilíninndælingar. Eftir að hiti var horfinn, fékk hann heila-
blóðfall, tvö áföll með stuttu millibili og lézt eftir nokkra daga. Hafði
fengið heilablóðfall fyrir nokkrum árum.
8. Appendicitis.
Búðardals. Skráð voru 7 tilfelli, þar af 2 tilfelli appendicitis per-
forans með peritonitis. 17 ára gamall unglingur, til heimilis á Smyrl-
hóli í Haukadal. Sjúklingurinn var ópereraður, appendix perfórer-
aður og komin peritonitis diffusa. Sjúklingurinn dó úr sjúkdómin-
um. 14 ára göinul stúlka frá Hamraendum í Miðdölum. Sjúldingur-
inn var ópereraður. Appendix var perfóreraður, og á ileum voru
fíbrinskánir. Eftir 10 daga fékk sjúklingurinn háan hita. Orsökin
var abscessus Douglasi, sem var opnaður á venjulegan hátt, og lækk-
aði þá hitinn. Sjúklingnum batnaði að fullu. Stúlka, 11 ára gömul,
frá Leysingjastöðum í Hvammssveit hafði oft fengið botnlanga-
köst. Fékk eitt slíkt kast og var þá ópereruð, en hafði undanfarið