Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 51
49
á fætinum, sem smám saman færðust upp eftir og loks um allan lík-
amann. Ekki vildi þetta láta að fullu undan súlfalyfjum, þrátt fyrir
ríflega skammta bæði per os og í vöðva. Fór til Stykkishólms og síð-
an til Reykjavíkur. Fannst þar bacteriaemia, sem batnaði smám sam-
an af súlfaþíasól.
Bolungarvikur. Gamall maður veiktist skyndilega með miklum
höfuðverk og sótthita. Varð brátt rænulaus. Var fluttur á sjúkrahús
Isafjarðar og' læknaðist. Fékk pensilín. Sjúkdómsgreining óviss og
tilfellið ekki fært á farsóttaskrá.
Blönduós. Sepsis fékk 1 aðkomumaður í Höfðakaupstað, en batn-
aði bráðlega.
Tetanus: í Sauðárkróks er skráð í október kona, 30—40 ára.
Sauðárkróks. 39 ára kona með tetanus. Hafði dottið við að fara
á hestbak og fékk stórt sár á vinstra hné. Var sárið óhreint nijög og
stór flipi fleginn upp framan á hnénu. Sárið var hreinsað, sett í það
pensilín-súlfaþíazólduft og síðan saumað. Lá í rúminu fyrst í 8 daga,
og var þá sárið að heita mátti gróið. Var samt mjög slöpp, og nokkr-
um dögum síðar fór hún að fá óþæg’indi í kjálka og aftan í hálsi. Síð-
ar komu erfiðleikar við að kingja og loks bakverkur. Mín var vitjað
til hennar aðfaranótt %o. Þá hefur hún greinilegan trismus, getur
engu kingt og hefur mikinn hálsríg. Við hreyfingu fær hún aðkenn-
ingu af ophistotonus og krampa í fætur. Hefur greinilegan fótklonus
og patellarklonus. Hún var samdægurs flutt í sjúkrahúsið og gerðar
i'áðstafanir til að fá tetanusantítoxín. Fékk hún næsta dag af því
1500 einingar, en að kvöldi 5/w kom loks svo mikið, að hæg't var að
gefa henni 40000 einingar þá og næstu daga alls 125000 einingar
-f- magnii sulfas-injectiones. Fór henni úr því að batna og fór
heim 31Ao nokkurn veginn albata.
Vestmannaeyja. Ekki gert vart við sig. Tetanusantítoxín er ávallt
notað til varnar, ef götuskítur kemst í sár.
B. Aðrir næmir sjúkdómar. Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—3.
S júklingafföldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1940
Gonorrhoea . 597 648 492 402 324 246 238 333 422 413
Syphilis . . . . 8 6 14 67 83 142 84 74 47 43
Ulcus vener. . 11 11 11 2 3 3 2 11 2 1
Lekandi: Svipuð tala skráðra sem á síðast liðnu ári.
Sárasótt: Sömuleiðis.
L i n s æ r i: 1 tilfelli skráð og var innlendur farmaður, er síðar
reyndist hafa haft ulcus durum, en hefur getað haft hvort tveggja.
7