Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 122
120
síðan ég tók við embættinu, og er orsökin sú, að engin manneskja fæst
til þess að sinna sjúldingum. Er þó að mörgu leyti nauðsvnlegt að hafa
hér starfandi sjúkraskýli, einkurn vetrarmánuðina, þegar illkleift er
eða ómögulegt að koina sjúklingum frá sér vegna samgönguleysis,
bæði á sjó og landi.
Reykhóla. í læknisbústaðnum eru 2 stórar sjúkrastofur og herbergi
fyrir hjúkrunarkonu. 1 sjúkrastofurnar hafði aldrei komið sjúklingur
í 13 ár, þegar ég kom hér. Ég tók aðra sjúkrastofuna fyrir skrifstofu
og móttökuherbergi, þó að óhentug væri, og hjúkrunarkonuherbergið
fyrir apótek. Hina sjúkrastofuna hafði ég auða fyrstu 2 árin, og kom
þá fyrir, að ég skaut þar inn sjúklingi eða sængurkonu.
Patreksfi. Nvja sjúlcrahúsið, sem verið hefur í smíðum, var fullgert
og tók til starfa í maíbyrjun. Húsið virðist að öllu leyti vandað, enda
hefur allt verið reynt til þess, að svo yrði. Heildarkostnaður við bygg-
inguna varð kr. 900000,00, og held ég, að það megi teljast sæmilega
sloppið á þessum tíma. Húsið er ætlað fyrir Í9 sjúklinga, og höfum við
komizt upp i að hafa það fullskipað, svo að líkur eru til, að það verði
ekki of stórt í framtíðinni. Vegna húsnæðisvandræða hefur læknir
fengið leigt herbergi á neðri hæð, sem ætlað er til Ijóslækninga, og
notar það fyrir apótek. Sjúklingunum tekur hann á móti í herbergi,
sem ætlað er fyrir ambúlant sjúklinga. Þetta er aðeins meint til bráða-
birgða og' verður vonandi ekki lengi nauðsynlegt. Fyrir heppni hefur
okkur tekizt að halda í lærða hjúkrunarkonu allt árið. Sjúklingum
hefur nokkuð fjölgað fyrir aulcið húsrúm. Erfiðlega hefur okkur
gengið að útvega tæki til sjúkrahússins. Við höfum fyrir löngu pantað
íullkomið sótthreinsunaráhald, en það höfum við ekki getað fengið
ennþá, og verðum að notast við það g'amla, sem vægast sagt er bág-
borið, þó að enn hafi ekki hlotizt óhöpp af. Nýtt röntg'enáhald, ég' held
alveg prýðilegt, eignuðumst við á árinu, g'jöf i‘rá einum héraðsbúa.
Gamla tækið var ónýtt, þegar ég komi hingað, og hefur aldrei lcomizt
i lag.
Þingeyrar. Sjúkraskýlið á Þingeyri var starfrækt, en aðsókn mjög
lítil. Það er nú orðið lélegt, bæði hvað snertir aðbúnað og bygginguna
sjálfa, enda lítið verið við haldið. Bygging læknisbústaðar var liafin
á árinu og verður hið myndarlegasta hús. Er ætlunin að hafa í því
1—2 herbergi til þess að taka við bráðum sjúkdómum, en eiginlegt
sjúkrahúshald verður ekki fyrirhugað, enda gerist jiess ekki þörf í svo
fámennu héraði og með bættum samgöngum. Ættu 2—4 rúm að nægja
fullkomlega.
Flateyrar. Sjúkrahúsið var starfrækt allt árið með þeim árangri,
sem skýrslan sýnir. Stóð í stöðugu stríði að fá kvenmann til að gæta
sjúklinga, og liggur við borð, að loka verði skýlinu af þeim sökum,
þegar minnst varir.
tsafi. Rúmum sjúkrahússins heldur fækkað á árinu vegna breytinga
á því (þó víst ekki svo að skilja, að sjúkrahúsið rúmi ekki
skráðan sjúklingafjölda). Má þar helzt telja, að ljósastofan, sem áður
var uppi á hæsta lofti, var flutt niður, en um leið var bætt nokkuð
um húsnæði starfsfólks. Nú er heldur ekki jafnmikil þörf og áður
fyrir sjiikrarúm, vegna þess hve berklarnir hafa minnkað geysilega á