Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 98
96
ísafj. Öllum konunum heilsaðist vel, nema einni. Einu sinni gerð
vending, og einu sinni varð að sækja fasta fylgju (eklci getið á að-
gerðaskrá). Vendingin gerð vegna ablatio placentae praematura in
partu. Konan dó. Önnur kona, sem var 33 ára að aldri og úr Hnífs-
dal, dó. Vegna þess, hve fyrri fæðingar höfðu gengið illa, hafði hún
verið flutt á sjúkrahúsið fyrir hálfum mánuði, en er fæðing dróst,
var hún látin fara heim eftir viku. Hinn 5. janúar um kvöldið var
konan enn flutt á sjúkrahúsið; hafði hún haft verki frá miðjum
degi. Þegar hún kom á sjúkrahúsið, var hún hress, verkir góðir með
jöfnum millibilum, en eftir hálfa klukkustund detta þeir alveg niður.
Þegar engin fósturhljóð heyrðust eftir þetta, var gerð vending og
framdráttur, en barnið var dáið. Eftir 40 mínútur deyr svo konan
skyndilega úr hjartabilun. í þremur fyrri fæðingum af fjórum höfðu
börnin verið andvana. Þrisvar skafið út leg' vegna fósturláts. Einu
sinni abortus provocatus. Tvisvar skorið upp vegna utanlegsþykktar.
Ögur. Fæðingar með minna móti. Einu sinni var læknis vitjað til
sængurkonu, en allt um garð gengið, þegar til var komið. Tvibura-
fæðing. Konan, G. S., 23 óra úr Reykjarfirði, hafði átt 2 börn áður.
Konan veiktist ca. kl. 2 um nótt. Eftir hálftíma fæddist sveinbarn,
ófullburða, líflítið. Skömmu síðar kom fylgjan, 20 mínútum siðar
meybarn andvana. Sveinninn lifði í % sólarhring. Ljósmóðir koxn
fyrst til, 3 tímum eftir að fæðing var afstaðin, og læknir 5 tímuin
seinna. Var hann kallaður, vegna þess að konunni leið illa. Hún var
að vísu nokkuð illa á sig komin, hálflostin, hafði og misst nokkuð
blóð en hresstist von bráðar.
Hesteyrar. Aðeins 1 fæðing í hérðinu, og' lifði barnið í 2 tíma.
Það var ófullburða.
Hólmavikur. Viðstaddur 20 fæðingar. Ofast lítið tilefni. einkum
sóttur til að herða á sótt og deyfa. Tvisvar náð fylgju með Credé.
Nokkrar spangarsprungur saumaðar. 1 16 ára stúlka fékk eclampsia
parturientium. Fæddi í skyndi. Allt geklc vel. Fósturlát hef ég engin
haft á árinu. Takmörkun barneigna á sér lítillega stað.
Hvammslanga. 14 sinnum viðstaddur fæðingar, þar af 7 á spítal-
anuin, enda færist það í vöxt, að konur sækist eftir að komast á
spítalann til að ala börn sín, aðallega vegna hjálparleysis á heim-
ilunum.
Blönduós. Barnsfarir tíðindalitlar. Læknir viðstaddur 15 fæðingar,
þar af 3 á sjúkrahúsinu, en konur sækjast' nú mjög eftir því að
komast þar að, og fá færri en vilja, ýmissa hluta vegna. Aðrar
koma sér fyrir í húsurn hér á Blönduósi, en einstaka kona fæðir
heirna hjá sér, þótt mjög sé það undir hælinn lagt, að hægt sé fyrir
Ijósmóðurina að veita þar nauðsynlega stundun í sængurlegunni,
þar eð nú eru aðeins 2 eftir í öllu héraðinu. Engin tangarfæðing
eða vending átti sér stað á árinu. Fósturláta geta ljósmæður eigi,
en í 4 skipti var mín leitað af þeim ástæðum. Á einni konu þurfti
að hreinsa legið vegna fósturláts og á annarri að gera útsköfun vegna
eftirfylgjandi blæðinga.
Sauðárkróks. 42 sinnum var læknis vitjað til fæðandi kvenna.
Langoftast um það að ræða að deyfa konuna eða herða á hríðum.
j