Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 231
229
Um setningu heilbrigðissamþykktar fyrir Hafnarfjörð.
Bréf landlæknis til dómsmálaráöuneijtisins 6. marz 1948.
Til svars bréfi ráðuneytisins, dags. 15. janúar þ. á., er fjdgdi eftir-
rit af bréfi bæjarfógetans í Hafnarfirði, dags. 5. nóvember f. á.,
viðvíkjandi setningu heilbrigðissamþykktar fyrir Hafnarfjörð, vil ég
taka fram:
Á það verður ekki fallizt, að við geti átt að semja eina heilbrigðis-
samþykkt, er gildi fyrir alla kaupstaði landsins, og tel ég til þess
eftirfarandi ástæður:
1. Almenn lög um ýmiss konar heilbrigðisráðstafanir taka til þess,
sem tiltækilegt þykir að krefjast af landsmönnum yfirleitt, eða með
minna háttar undantekningum og' tilbrigðum. Nefni ég hér til dæmis
sóttvarnarlöggjöfina, berklavarnarlöggjöfina, lög uni eftirlit með
verksmiðjum og vélum og aðra þess háttar vinnuverndarlöggjöf, lög
um matvælaeftirlit með fjölda reglugerða þar að lútandi og laga-
ákvæði um skólaeftirlit. Er enn margt ótalið, og víst á þessi löggjöf
fyrir sér að aukast og margfaldast.
2. Heilbrigðissamþykktum er ætlað að taka til þeirra heilbrigðis-
ákvæða, sem sérstaklega henta hverju samþykktarumdæmi eftir stað-
háttum og öðrum aðstæðum, umfram það, sem hin almenna heil-
brigðislöggjöf tekur til. Eftir því sem hin almenna löggjöf verður víð-
tækari, dregst saman svið heilbrigðissamþykktanna, og er það eðli-
leg þróun. Ef til vill má benda á einhver atriði, sem nú er eingöngu
fjallað um í heilbrigðissamþykktum, en tímabært væri orðið að setja
heildarlög um. Væri bent á slíkt með rökum, teldi ég sjálfsagt að taka
það til athugunar. En þau atriði ætla ég ekki mörg.
3. Staðhættir í kaupstöðum hér á landi eru svo breytilegir, að eng-
in leið er að gera viðeigandi ýtarlega heilbrigðissamþykkt fyrir þá
alla. Kemur til greina rnjög misjöfn stærð þeirra, mismunandi at-
vinnuhættir, heilbrigðisráðstafanir og heilbrigðistækni á mjög mis-
munandi stigi o. fl. o. fl. Er engin leið að semja heilbrigðissamþykkt,
er nothæf sé fyrir tiltekinn kaupstað, nema að samningunni standi
kaupstaðarbúar sjálfir, sem hafa hina fyllstu þekkingu á staðháttum
og öllum aðstæðum.
4. Eitt er, að heilbrigðissamþykkt sé gefin út fyrir einhvern stað, og
annað að halda henni uppi. Vill j)að g'anga fullilla, þó að þeir, sem
að samþykktinni eiga að búa, setji sér hana sjálfir. Má geta nærri,
hvernig um þetta færi, ef reglur, sem svo nærri verða að ganga ein-
staklingum sem ákvæði heilbrigðissamþykkta hljóta að gera, væru
settar af stjórnarvöldum í fjarlægð og þá vitaskuld af ónógri þekk-
ingu á því, hvernig til hagar í einstökum atriðum á hlutaðeigandi
stöðum, og því auðgert að Jletta fingur út i.
5. Ég ætla það óþekkt, hvar sem er í heiminum, að sveitarfélög setji
sér ekki sjálf heilbrigðissamþykktir.