Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 50
48
dómsins annar en gengur og gerist um meningókokkasjúkdóm. Þess
utan verkaði súlfalyf ekki, svo að eftir yrði tekið, nema í einu tilfelli.
Laugarás. Nokkur tilfelli sá ég i septembermánuði.
Myositis epidemica: Læknar slengja mjög saman nöfnunum myositis
epidemica og pleuritis epidemica. Hvort tveggja er í skýrslum þess-
um tekið saman nndir hinu síðara heiti, sbr. töflu IV, og aðeins
undan felldur faraldur í Húsavíkurhéraði, framhald af faraldri þar,
sem héraðslæknir lýsir í síðustu ársskýrslu sinni og engin leið er að
kenna sérstaklega við brjóstholið, en vera má reyndar, að sama máli
gegni um kvilla þenna á fleiri stöðum, og er sennilega hentast að
fella með öllu niður pleuritisheitið og taka upp sem óbundnast sam-
lieiti á þessari sjúlcdómasyrpu (t. d. myalgia epidemica). Húsavíkur-
læknir telur fram 23 tilfelli í janúar—marz: 1—5 ára: 4; 5—10 ára:
ö; 10—15 ára: 3; 20—30 ára: m 2; 30—40 ára: m 1, k 1; 40—60’
ára: m 3, k 2; yfir 60 ára: k 1.
Otitis media acuta: Jafnan er á einum stað eða öðrum getið farald-
urs miðeyrabólgu, í þetta sinn í Keflavíkur 9 tilfella alls, 5 i ágúst
og 4 í september, allt börn, 0—1 árs: 1; 1—5 ára: 6; 5—10 ára: 2.
Keflavíkur. Bólga í miðeyra upp úr kvefsótt er mjög algeng. I 2
tilfellum komu cerebral einkenni, sem hurfu við ástungu á hljóð-
himnu.
Pemphigus neonatorum: Af þessum kvilla mun jafnan fara minni
sögum en efni standa til. 1 þetta sinn eru aðeins skráð 3 tilfelli, í
Rvík í maí 1 og í Þingeyrar í júlí 2.
Rvik. Aðeins 1 tilfelli skrásett af peinphigus neonatorum, og get-
ur enginn vafi leikið á því, að fjöldi barna með þenna kvill'a hefur
fallið undan skráningu.
Þingegrar. Pemphigus neonatorum fengu 2 börn, tvíburar. Var væg-
ur og batnaði furðu fljótt.
Psittacosis:
Vestmannaeyja. Fýlasótt ekki gert vart við sig. Innfædda Eyja-
menn sárlangar í fýlungann, og' grunur leikur mér á, að einhver hafi
blótað á laun í haust. Annars sætta jarðabændur sig yfirleitt vel við
að fá eggin.
Sepsis: Sjúkdómur þessi, sem sjaldnast er sjálfstætt sjúkdómsfyrir-
brigði, á illa heima í tölu farsótta, en er af sumum skráður svo,
þegar hann verður ekki rakinn til staðbundinna ígerðarsjúkdóma.
Kemur það og heim við hina gildandi dánarmeinaskrá. í þetta sinn
eru aðeins skráð 2 tilfelli, 20—30 ára kona í Rvík og karlmaður á
sama aldri í Eskifj.
Reykhóla. Ivona fékk sjúkdóm, sem ég skýrði væga sepsis með húð-
embolíum og hjartaeinkennum, þótt byrjunin benti einkennilega á h.
fót. Hafði hún fyrir nokkrum mánuðum stungið sig í ilina á nál, en
ekki veitt því nánari athygli. Nú byrjaði þetta skyndilega með sár-
um verk í fætinum, og hún fann auman blett á ilinni, en hvorki var
hann rauður né bólginn. Var hún draghölt urn daginn, en um kvöldið
reyndist hún hafa 39° hita, og næsta dag sáust bóluútþot neðan til