Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 21
19
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—27.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafiöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 6713 6417 5528 5175 4781 5506 5608 4793 6588 5936
Dánir ........ 1 1 „ „ 1 „ 1 2 4 „
Kverkabólgu gætti svipað og undanfarin ár, og mun ekki hafa verið
tíðari en gerist og' gengur. Til er, að veiki þessi hagi sér afbrigðilega
á einn veg eða annan, og er þá að jafnaði uppi nokkur grunur um,
að annað búi undir, svo sem skarlatssótt án útbrota eða jafnvel mænu-
sótt, eins og uggur var um á Seyðisfirði í sambandi við annarlegan
kverkabólgufaraldur þar í október og nóvember þ. á.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Allmikið bar á kverlcabólgu á árinu, sérstaklega 5 mánuði
ársins.
Alcranes. Stakk sér niður nokkuð jafnt alla mánuði ársins.
Kleppjárnsreijkja. Á sveimi ailt árið.
Ólafsvíkur. Kverkabólga stakk sér niður.
Búðardals. Mest í ágúst og september.
Regkhóla. Var fátíð; lauk sér af árið áður.
Patreksfi. Nokkur tilfelli af hálsbólgu flesta mánuði.
Bildudals. Gerir meiri og minni usla flesta mánuði ársins, og virðist
lítið eða ekki fara eftir árstíðum. ígerðir í kverkum eru þó frekar
fátíðar, og' þakka ég það súlfalyfjunum, sem oftast gefa góða raun
við þessum kvilla.
Þingeyrar. Kom fyrir alla mánuði ársins og nokkuð jafnt. Enginn
greinilegur faraldur. Abscessus peritonsillaris fékk 1 kona. Annars
yfirleitt notaður súlfadiazíntölur.
Bolungarvíkur. Hálsbólgu hefur gætt minna á þessu ári en venju-
lega.
tsafi. Dreifð tilfelli allt árið. Flest, eins og vant er, haustmánuðina.
Hólmavikur. Viðloða mestan hluta ársins. Tilfelli margfalt fleiri en
komu á skrá.
Hvammstanga. Slæðingur allt árið. Faraldur í september og októ-
ber. 1 sjúklingur, 10 ára drengur, fékk nephritis acuta upp úr háls-
bólgu.
Blönduós. Kverkabólga var lítið áberandi, nema hvað smáfaraldur
gekk um miðsumarið og annar undir árslokin. Lítið bar á ígerðum
með henni.
Sauðárkróks. Gerir talsvert vart við sig alla mánuði ársins, og í
október—nóvember mátti heita faraldur að henni. Frekar væg.
Hofsós. Einstök tilfelli flesta mánuði ársins, einkum börn, öll va'g.
Ólafsfi. Nokkur dreifð tilfelli, aðallega fyrra helming ársins.
Dalvíkur. í öllum mánuðum ársins, en varð aldrei þung.