Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 245
Leiðréttingar.
/ Heilbrigðisskýrslum 19'i5:
Bls. 51, 1. 6 a. o.: 6%, les 6%„; 1. 7 a. o.: 10%. les 10%„.
— 259, 1. 14 a. o.: svarfsvið, les starfsvið.
— 262, 1. 5 a. o.: til, les the.
— 264, 1. 4 a. ni.: in, les is.
Athugascmdir berklayfirlæknis við ummæli héraðslæknisins í Egilsstaðahéraði
á bls. 58.
Berklayfirlæknir tekur fram:
I' þetta sinn var héraðslæknum tilkynnt rannsóknarferðin á sama liátt og ætíð
áður, þ. e. með bréfi a. m. k. mánuði áður en förin var hafin og með símasamtali,
áður en lagt var af stað úr Reykjavík. Enn fremur var reynt að hafa samband
við héraðslæknana, á meðan á ferðinni stóð, á þann hátt að þeir vissu ætíð, hvað
leiðangrinum liði. í því tilfelli, er hér um ræðir, var reynt að ná í hlutaðeigandi
héraðslækni i síma frá Fáskrúðsfirði, og var talað við aðstoðarlækni hans. Þegar
eftir komu skipsins til Reyðarfjarðar, um kl. 7 að kvöldi hins 23. mai, var enn
reynt að ná til héraðslæknisins, en tókst ckki. Var hann sagður í læknisferð,
staddur á hæ, þar sem sími var á næsta hæ samtýnis, en var árangurslaust þangað
kvaddur. Hins vegar náðist i aðstoðarlækninn, og var brýnt fyrir honum að senda
það fólk, er rannsaka þyrfti, til Eskifjarðar næsta dag, en þaðan fór rannsóknar-
leiðangurinn um kl. 4 e. h. hinn 24. mai.