Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 71
69
við tannskemmdir, svona yfirleitt. Magnleysi og taugaslappleiki, melt-
ingarkvillar, gigt í ýmsum myndum eru alltíð fyrirbrigði, og get ég
ekki íundið, að þessir kvillar láti sér nokkuð segjast við sívaxandi
vítamínát, sem nú er litið svo á, að tilheyri heilsusamlegu liferni.
fíúöci. Algengustu kvillar eins og áður tannskemmdir og gigt ýmiss
konar.
Breiðabólsstaðar. Mest ber á tannskemmdum, gigt, taugaveiklun og
meltingarkvillum.
Vestmannaeyja. Auk farsóttanna eru tannskemmdir, taugaveiklun
og vöðva- og taugagigt áberandi tíðir kvillar. Vegna ófullnægjandi
hjálpar við hússtörfin kvartar kvenþjóðin mjög um þreytu, slen og
stundum um svefnleysi. Æðahnútar og fótasár þreyta konurnar og
eczema því samfara, en þær gefa sér vart tíma til að leggjast undir
hnífsaðgerð, sem oft er öruggasta og bezta leiðin til lækningar.
Eyrarbakka. Algengustu kvillar eru kvefsótt, taugaveiklun, gigtar-
sjúkdómar og allmikið um allergiska kvilla.
Keflavíkur. Algengustu kvillar eru blóðleysi, gigt og taugaveiklun.
2. Acroparaesthesia.
Þingeyrar. Ekki óalgeng umkvörtun, og alltaf um að ræða tauga-
veiklað kvenfólk.
3. Adenopathia abdominalis.
Þingeyrar. Hef séð þenna kvilla í 3 börnum hér.
4. Agranulocytosis.
Vestmannaegja. Kona, 36 ára að aldri, dó úr veikinni. Héldum við
læknar, að um krabbamein væri að ræða, en Rannsóknarstofa háskól-
ans staðhæfði eftir vefjarannsókn, að þessi væri sjúkdómurinn.
5. Anaemia perniciosa.
Flategrar. 1 kona, sem helzt vel við með tveimur lifrardælingum
vikulega.
Blöndnós. Bóndi um fimmtugt, og er haldið við með því að gefa
honum öðru hverju lifrarsprautur.
Grenivíkur. 1 roskin kona, sem haldið er við með lifrarlyfjum.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Egrarbakka. 1 roskin kona með þenna sjúkdóm. Fær stöðugt lyfja-
inndælingar.
6. Anaemia simplex.
fíúðardals. 4 tilfelli, þar af eitt vegna blæðandi ulcus ventriculi.
Þingegrar. Anaemia secundaria af miklum klimakteriskum blæð-
ingum.
Flateyrar. Anaemia simplex er tíður kvilli hér á Vestfjörðum og að
minni hyggju meira áberandi en annars staðar á landinu, enda ekki
með öllu óeðlilegt, þar sem flestir lifa svo til einvörðungu á fiski,
mjólkurmat úr hrísgrjónum og hrísmjöli og hveitibrauðum.
Þórshafnar. 6 tilfelli.