Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 124
122
í nýreistan læknisbústað á Egilsstöðum, en þar er honum ætlað að
sitja. Læknisbústaðurinn er mikið hús með 2 íbúðum fyrir héraðs-
lækni og aðstoðarlækni, móttökustofu og auk þess 4 herbergjum,
sem ætluð eru sjúlclingum, og herbergi fyrir hjúkrunarkonu. En ekki
hófst nein sjúkraskýlisstarfsemi á árinu, enda ekki fuilgengið frá
húsinu.
Seyðisfi. Sívaxandi örðugleikar eru á því að fá starfsfólk að sjúkra-
húsinu. Dönsk hjúkrunarkona kom í maí, en færeysk aðstoðarhjúkr-
unarkona var fyrir. Lengi hefur verið rætt um stækkun eða viðbygg-
ingu við sjúkrahúsið, eða jafnvel að fá reist hér fjórðungssjúkra-
hús fyrir 50—60 sjúklinga, en ekki hefur það fengið góðar undir-
tektir. Ég tel nú brýna þörf á að fá hér reistan nýjan spítala, hvað
sem fjórðungssjúkrahúsi viðvíkur, með svipuðum rúmafjölda og
þeim, sem fyrir er, þar sem hægt væri að hafa bæði króniska sjúk-
linga og veita viðtöku sjúklingum, sem bráðra aðgerða þyrftu með,
og ekki sízt að taka á móti sængurkonum, eins og ástatt er nú um
Ijósmæður. Samgöngum er þann veg háttað á Austurlandi, að eitt
sjúkrahús er engan veginn fullnægjandi.
Breiðabólsstaðar. Læknisbústaðurinn er hinn sami og verið hefur
og ekkert verið endurbættur og engu varið til viðhalds á honum.
Vestmannaeyja. Engar breytingar gerðar á sjúkrahúsinu. Sótt-
varnarhús er ekkert í héraðinu, og getur vöntun þess hvenær sem er
baft hinar alvarlegustu afleiðingar.
Eyrarbakka. Nýi læknisbústaðurinn tekinn til notkunar í júní þetta
ár. Héraðslæknirinn útvegaði ný röntgentæki til notkunar í nýja
Jæknisbústaðnum.
Keflavíknr. Sjúkrahúsið er enn í byggingu, og gengur seint, aðal-
lega vegna þess, að 4 hreppar af 7 hafa enn þá ekki viljað fallast á
að reka sjúkrahúsið í hlutfalli við fólksfjölda. En hinir 3, sem eru í
ineira hluta, ekki viljað beita lagaheimild til þvingunar, heldur leit-
ast við að ná samkomulagi, og er nú, sem betur fer, allt útlit fyrir,
að það megi nást. Er þá enginn vafi, að málið mun leysast, því að
efnin eru nóg og viljinn hjá almenningi mikill. Aðeins þarf þetta
einfalda mál að skýrast betur í grundvallaratriðum. Og ég er ekki
í vafa um, að allir munu að lokum taka höndum saman því til úr-
lausnar.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög. Heilsuvernd.
H júkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík gerir svofellda grein fyrir
störfum sínum á árinu:
Árið 1946 hafði Hjúkrunarfélagið Líkn 7 fastráðnar hjúkrunarkonur
í þjónustu sinni. Störfum þeirra var hagað þannig, að 2 störfuðu að
herklavörnunum, 3 við ungbarnaverndina og 2 við heimilisvitjanir
til sjúklinga. Aðstoðarhjúkrunarkona slysavarðstofu bæjarins ann-
nðist störf heimilishjúkrunarkvenna á frídögum þeirra, og auk þess
var hjúkrunarkona Rauðakross íslands ráðin til staðgöngu í sumar-
orlofum. Við heilsuverndarstöðina voru auk læknanna starfandi 1