Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 203
201
suður í Miklaholtshrepp 15, inn á Skógarströnd 6, upp í Helgafells-
sveit 12, og 60 ferðir voru farnar út úr liéraðinu auk þeirra, sem
að ofan getur, vestur í Flatey og upp á Barðaströnd. Margar ferð-
anna tóku eigi nema nokkra klukkutíma, en lengstu ferðirnar stóðu
vfir 22 tíma.
Búðaidals. Flestar ferðir í bíl.
Þingeyrar. Bílfært er nú á flesta bæi Þingeyrarhrepps, en sjóleiðis
eða gangandi verður að fara í Keldudal og Svalvoga. í Mýrahreppi
er bílfært á flesta bæi, en verður að fara yfir fjörðinn, því að vegur
fyrir botn er enn ekki kominn. Enginn bílvegur er í Auðkúluhreppi,
en Hrafnseyrarheiðarvegur er nú kominn hátt í Brekkudal.
Bolungarvíkur. Ferðir hafa engar verið farnar, sem teljandi eru,
enda er ekki í því sambandi nema um Skálavík að ræða. Þar eru nú
aðeins 3 ábúendur. í dalina, sem út frá þorpinu liggja, er aðeins hálf-
tíma ferð aðra leiðina á hesti. Má nú að mestu fara það í bílum.
Telst slíkt varla til ferðalaga, þótt læknir fari það nokkrum sinnum.
Skorið í ígerðir og kýli 13 sinnum. Gert að bruna, annarri gráðu,
12 sinnum. Teknar tennur 52 sinnum, stundum allar tennur úr góm.
Gert að fingurmeinum 11 sinnum. Oftast er notuð staðdeyfing, bæði
við ískurð í fingurmein og við tannútdrátt. Nokkrum sinnum hafa
verið tekin corpora aliena lir hornhimnu, einnig úr fingrum og
höndum.
Hólmavíkur. Vetrarferðirnar sögulegastar og erfiðastar, einkum
ferðalög norður í Árneshrepp, hvort sem farið er landleiðina, á hesti,
gangandi eða á skíðum, í misjöfnu veðri og færð, eða sjóleiðina, sem
tekur 4—10 tíma eftir ástæðum. Sem dæmi þess, hve þetta er
tímafrekt, get ég nefnt eitt dæmi. Síðast liðinn vetur var ég kallaður
til sængurkonu í Árnesi. Gengu einhver ósköpin á, eftir símatilkynn-
ingunni að dæma. Nú fékkst enginn farkostur nema bátur, sem var
að fara á sió. Lofuðu þeir að skutla mér í land einhvers staðar í ná-
grenninu. Á sínum tíma komum við svo á áfangastaðinn. Eftir lang-
varandi gaul í þokulúðrinum (þetta var að næturlagi í norðanhríðar-
veðri) var loks komið fram á smáskektu. Þá er okkur sagt, að hér sé
allt í lagi. Krakkinn hafði fæðzt svona % tíma eftir að við lögðum
af stað frá Hólmavík. Til þess að vera nú viss um að komast heim
aftur fyrr en eftir 5—7 daga (en svo langan tíma tekur það oft að
komast fram og aftur landleiðina á vetrum), þá kaus ég heldur að
lara með bátnum í róður og gerði það. Á sínum tíma, eftir 19 klukku-
lima útivist, komuni við aftur til Hólmavíkur. Um aðgerðir ýmsar,
sem maður neyðist til að gera í heimahúsum við erfiðustu skilyrði,
aðstoðarlaus og' allslaus, er bezt að segja sem minnzt, þó að undar-
legt sé, livað þetta slampast oft vel af.
Blönduós. Vegalengdir þær, sem farnar voru i læknisferðum, voru
U|n 8800 km innanhéraðs, en um 1900 km í ferðum út úr héraðinu.
Þetta var svo að seg'ja allt farið í hifreiðum, því að varla er komið
á hestbak í sæmilegu árferði, og þá ekki nema stuttan spöl, enda er
ég að verða ófær til allra langferða á hestbaki sökum langvarandi
æfingarskorts. Ég fékk uin liaustið jeppabifreið, og tel ég hana milclu
hentugri til ferðalaga en venjulegar fólksbifreiðar. Af þeim hef ég
2G