Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 123
121
síðustu árum, og' þó sérstaklega á árinu, sem var að líða. Rekstraraf-
koma sjúkrahússins er stöðugt mjög bágborin og fer sifellt versn-
andi, eingöngu vegna hækkandi kaups starfsfólks og stvttri vinnutíma,
en daggjöldin hafa hvergi nærri hækkað sem því svarar. Hitt er víst,
að rekstur hússins er mjög fólksfrekur vegna byggingarlagsins, en það
kom ekki að sök, meðan húsið var nýtt og' starfsfóllc ódýrara. Til
þess að bæta úr þessu hefur verið athugað um möguleika á að koma
iyftu fyrir í húsinu, en það mun vera nær ógerlegt nema að byggja til
þess útbyggingu.
Hólmavíkur. Reynt að taka á móti sængurkonum á skýlið, eftir því
sem ástæður leyfðu. En ómögulegt hefur reynzt að fá nokkra stúllcu
lil að sinna skýlinu. Hefur því allt þetta lent á konu minni ásamt
heimilisstörfunum. En nú hefur hún sagt þessu algerlega af sér, sem
eðlilegt er. Var því ekki tekið á móti neinum á skýlið seinna part
ársins.
Hvammstanga. Sýslusjóður lagði fram 25 þúsund krónur til við-
halds og' endurbóta á læknisbústaðnum. Var þak hússins og spítalans
endurbætt og síðan rnálað, svo og fleira lagfært, sem farið var að
ganga úr sér, enda ekki vanþörf á, því að mjög hafði viðhaldi húss-
ins verið ábóta vant undanfarið. Vantar þó enn nokkuð á, að vel sé.
Reistur var bílskúr við húsið.
fílönduós. Sjúkrahúsið rekið með sama hætti og næstu ár á undan,
og' starfsmannahald var óbreytt, en rekstrarkostnaður hækkaði all-
mjög vegna hækkaðs kaupgjalds, og hefur það vitanlega haft áhrif á
rekstrarafkomu stofnunarinnar.
Sauðárkróks. Sjúkrahúsið starfrækt án þess að breytingar yrðu á
rekstri þess. Fjöldi manns naut ljóslækninga á árinu. Keypt voru ný
röntgentæki, og gaf Kaupfélag Skagfirðinga kr. 5000,00 í því skyni.
Eru það amerísk Pickertæki og hafa reynzt vel. 21 maður röntgen-
skoðaður auk hópskoðunar í sambandi við komu berklayfirlæknis.
Eoftbrjóstaðgerðir voru gerðar á 47 sjúldingum utan sjúkrahússins.
Ilofsós. Nýr læknisbústaður var tekinn í notkun á árinu. Er þar
auk íbúðar læknis 1 sjúkrastofa með 2 rúmum, einnig ljóslækninga-
stofa. Kaupfélag A.-Skagfirðinga gaf ltr. 5000,00 til kaupa á ljós-
lækningaáhöldum, og hefur þegar verið keyptur ágætur kvartslampi.
Ólafsfi. Sjúkraskýlið starfar ekki. Húsplássið notað fyrir bæjar-
skrifstofur og önnur sjúkrastofan fyrir röntgentæki og ljóslækninga-
lampa. Þar sem litið hafði borið á þakleka á árinu, voru 4 loft i íbúð
læknisins lögð striga og pappír að nýju og máluð. En svo óheppilega
vildi til, að skömmu síðar kom veruleg úrkoma, en þá kom leki strax
I Ijós, og skennndist hið nýunna verk, einkum i einni stofu. Var þá
rokið í að lima tjörupappa ofan á þakhelluna, en ekki er full reynsla
komin á þá endurbót.
Dalvikur. 2 sjúkrarúm með búnaði keypt hjá Rauða Krossi íslands.
Akureyrar. Til starfa tók á árinu geðveikrahæli, sem rekið er í sam-
bandi við Sjúkrahús Akureyrar, og er einnig þar svo ástatt, að þangað
komast færri en þurfa.
Egilsstaða. Á árinu var endanlega komið í kring hinni nýju skipan
á læknishéraðamálum Fljótsdalshéraðs, þannig, að héraðslæknir flutti
16