Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 110
108
timbúðir, og' eru þær notaðar, ef slíkt ber að, en sjúklingarnir síðan
sendir til lækna. Gróa sár þessi tíðast per primam, ef ný eru og saum-
uð saman þegar eftir vandlega hreinsun, þrátt fyrir allan upphugsan-
legan skít og slor á flökunarhnífunum. Mín skoðun er sú, að súlfa-
lyfin geri ómetanlegt gagn til varnar ígerðum í sáruin og til að eyða
graftarígerðum, sem ég sé vart nú orðið, sarnan borið við það, sem
áður var. Rivanol reyndist mér þar sem áður bezta sáralyfið. Engar
sjódrukknanir á árinu. 2 ára barn skall af stóli á gólf og hlaut af því
fract. femoris sin., 29 ára karlmaður var að takast á við félaga sinn,
voru í „sjómanni", en hann sneri svo skarpt upp á handlegg, að hann
brotnaði, fract. humeri dextri, 12 ára piltur skall af hestbaki og hlaut
af fract. calcanei dextri, 13 ára piltur hrasaði á klöpp og hlaut
fract. feinors dextri. 28 ára enskur sjómaður: Fract. costarum.
Haeinothorax. Ruptura diaphraginae & hepatis. Járnhólkur slóst í
bak hans og skellti honum á gálga; gerðist þetta í stórsjó. Maðurinn
dó, og var’líkið krufið hér. 26 ára enskur sjómaður: Fract. fibulae
dextrae. Sjór reið yfir skipið, og lenti maðurinn á trollvír með fót-
legginn. 27 ára sjómaður: Commotio cerebri. Vulnus tegmenti capitis,
contusio humeri & scapulae sinistrae. Skipið fékk á sig stórsjó og
skellti sjúklingnum á þilfarið og borðstokkinn. 20 ára sjómaður: Fract.
cruris sinistri. Slasaðist á þilfari í stórsjó. 18 ára piltur: Vulnus labii
superioris & fract. dentis. Hélt á járnstykki niður stiga, datt í stigan-
um og lenti með andlitið á járnið. 42 ára sjómaður: Ambustio. Fékk
yfir sig heitt lýsi, brenndist á hægra framhandlegg, baki og brjósti.
62 ára karhnaður: Fract. infratrochanterica. Hrasaði í stiga og datt
á steingólf; var við skál. 25 ára sjómaður: Fract. mandibulae. Var
á þilfari í stórsjó. Togvír skall á sjúklinginn og kastaði honum á
borðstokkinn. 24 ára sjómaður: Lux. humeri, festist í togvindu, og
lenti togvír á vinstri öxl. 16 ára piltur: Fract. tibiae sinistrae, mis-
steig sig. 13 ára piltur: Fract. radii sinistri, datt af hjóli. 63 ára karl-
niaður: Fract. fibulae sinistrae, skall af stétt; var við skál. Strand-
ferðaskipið Esja kom hingað 6. júní með lík af dagmanni í vél, 29
ára að aidri, og hafði hann látizt, 3 tímum eftir að slysið varð um
borð. Tildrögin að slysinu voru þessi. Er skipið var statt á Meðal-
landsbug't, fór 2. vélstjóri ásamt dagmanni í vél upp úr vélarrúmi til
þess að gæta að vatnsgeymi. G(eymirinn sprakk, og kastaðist dag-
maðurinn ofan af pallinum um 3 mannhæðir og kom niður á vél
skipsins og' síðan á gólf vélarrúmsins. Lá þar meðvitundarlaus. Lík-
skoðun leiddi i ljós: fract. cranii complicata, fract. cruris sinistri
complicata, contusio abdominis. I.íkið var flutt til Reykjavíkur.
Eyrarbalcka. Fract. antibrachii 1, Collesi 1, radii 1, colli femors 1,
calcanei 1, malleoli 1, baseos cranii 2, costarum 3, claviculae 3, lux.
pollicis complicata 1, claviculae dextrae acromialis 1, contusio renis
1. 1 dauðaslys: Maður féll af hestbaki á fetgangi. Sennilega fengið að-
svif, Við rannsókn reyndist höfuðkúpan brotin. Hann lézt eftir
nokkrar ldukkustundir.
Selfoss. Fract. Potti s. Dupuytreni complicata 1, radii typica 5,
costarum 5, claviculae 3, malleoli 3, lux. humeri 7, cubiti 4, manus
dextrae 1, pollicis 2, hallucis 1, epiphysiolysis distalis radii 1,