Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 113
Fract. ossis metatarsi ............................... 1
— digiti pedis ................................... 1
-----401
L i ð h 1 a u p :
Lux. mandibulae ..................................... 1
— claviculae acromialis .......................... 1
— humeri ........................................ 23
— cubiti ........................................ 10
— manus .......................................... 1
— pollicis ....................................... 3
— coxae .......................................... 2
— menisci ....................................... (5
— hallucis ....................................... 1
----- 48
Samtals 449
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur hér að lútandi hafa borizt úr öllum héruðum, en skýrslan
úr Rvík tekur þó aðeins til daufdumbra og blindra. Allri þessari
skýrslugerð er auðsjáanlega jafnan mjög áfátt.
Læknar láta þessa getið:
Um geðveika.
Ólafsvíkur. Sá eini geðveiki, sem melzt hafði hjá snauðustu vesa-
lingunum og spítalarnir, til háborinnar skammar, vildu ekki veita
viðtöku, og á ég þar aðallcga við Klepp, burtsofnaði, sæll í drottni, rétt
fyrir jólin.
Reykhóla. 2 bættust við á skrá á árinu. Um annan þeirra vissi ég
ekki fyrr. Hinn veiktist á árinu. Annar þeirra dó.
Þingeijrar. 1 geðveik kona gengur hér um í plássinu, brýtur rúður
og gerir önnur spellvirki.
ísafj. 8 dveljast á geðveikrahæli Elliheimilisins.
Ögur. Tiltölulega margir geðveikir í þessu héraði, flestir af sömu
ætt, sem nú er að deyja út.
Hvammstanga. Hreppsnefnd Fremra Torfustaðahrepps hefur átt í
miklu basli vegna 2 eða öllu heldur 3 geðveikissjúklinga (mæðgna),
°g er einkum ein þeirra sérstaklega erfið. 1 Kirkjuhvammshreppi er
1 geðveik kona, sem einnig hefur valdið miklum erfiðleikum. Hefur
ýmissa ráða verið leitað, en kemur að litlu haldi. Verður næstum að
neyða heimilin til að taka þetta fólk tíma og tíma í senn.
Blönduós. 1 tölu geðveikra bættust 2 karlmenn á árinu. Hafði annar
áður verið þunglyndur um tíma og einrænn. Hann tók sér bólfestu á
eyðikoti, sem að vísu er nálægt öðrum bæjum, en svo fór, að hann lagð-