Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 201
199
næði og betri aðstöðu um hreinlæti. Vatnssalerni og' handlaugar, svo
og miðstöðvarhitun, í flestum hinna nýju húsa. T. d. eru öll þessi
þægindi fyrir hendi á þeim 4 heimilum, þar sem skólinn hefur aðsetur
sitt nú á þessum vetri 1946—1947.
Egilsstaða. Farskólar í 7 af 9 hreppum héraðsins, kennt á 2—5
bæjum í hverjum hreppi og aðstaða að sjálfsögðu misjöfn. Börnin
yfirleitt hraust og ánægjulegt að sjá þær framfarir, sein likamsþroski
þeirra og atgervi tekur, mér liggur við að segja ár frá ári. Er það
óefað að þakka betri afkomu almennt síðustu árin.
Seyðisfi. í barnaskóla kaupstaðarins hefur hingað til verið íbúð
skólastjórans, en nú hefur allt skólahúsið verið tekið fyrir kennslu-
stofur. Gagnfræðaskóli tók til starfa að haustinu, og er hann til húsa
í hinum nýju kennslustofum. Skólinn var allur málaður á árinu, og
er honum yfirleitt vel haldið við. Skólahúsinu á Þórarinsstaðaeyrum
er illa við haldið og mjög ábóta vant. Lítils háttar kennsla fer fram
á 3 bæjum í Seyðisfjarðarhreppi, norðan fjarðarins, og er kennt til
skiptis á bæjunum. Húsakynni eru þar vel sæmileg.
Hafnar. Skólaskoðun fórst fyrir vegna veikinda héraðslæknis, nema
í Oræfum. Þar framkvæmdi Síðulæknir skoðunina.
Vestmannaeyja, Lýsisgjafir eru framan af vetri, þar til sjávar-
fang' fer að berast á vertíð. Háfjallasól er i skólanum. Börn eru í
Ijósum, þau, er helzt hafa þess þörf, að áliti læknis. Hreinlæti barna
liefur stórum batnað síðasta áratuginn. Herzlumuninn vantar á, að
lúsinni verði útrýmt úr skólanum, en það strandar á örfáum (3)
mæðrum, en hjá þeim hefur lús og nit verið viðloðandi í 20 ár, og
sverja þær og sárt við leggja, að engin títla sé í hárinu og finnst
sér vansæmd ger með því að minnast á, að í börnunum sé nit, sem
þær fá lyf til að eyða. Ég átti áður í miklu stríði við þessar bless-
aðar mæður, en nú bitnar þetta að mestu Ieyti á skólahjúkrunarkon-
unni. Ég geri mér samt sem áður góðar vonir um, að þess verði ekki
langt að bíða, að takmarkinu verði náð um algera útrýmingu lúsar-
innar úr skólanum. Skoðaðir voru nemendur gagnfræðaskólans,
kvöldskóla iðnaðarmanna, námsskeiðs fyrir bifreiðastjóra og vél-
stjóra. Hjúkrunarkona starfar við skólann eins og að undanförnu,
og sömuleiðis tannlæknir. Börnin fá lýsi skammdegismánuðina, og
þau börn, sem frekast hafa þörfina, látin í ljós.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Beynt var að hafa kvöldskóla eftir nýárið, en engri
stjórn varð við komið á unglingunum.
Þingeyrar. Útivist barna fram eftir kvöldi í meira lagi. Vand-
ræðabörn engin. Um störf barnaverndarnefndar er mér ókunnugt.
Hólmavikur. Barnauppeldi getur varla talizt gott. Virðist það fylgja
þessum nýju og uppvaxandi sjávarþorpum. Mikið ber á alls konar
praltkaraskap og jafnvel þjófnaði. Um útivist og ólæti á síðkvöldum
virðast engar hömlur settar.
Blönduós. Auðvitað upp og niður hér sem annars staðar, en þó varla