Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 142
140
svipuð. Þó mun ef til vill eitthvað meira notað af frosnu kjöti en
undanfarið, því að félagsmönnum í KEA var gefinn kostur á að
geyma 50 kg (hverjum) í frystihúsi þess á Akureyri, og notuðu
sér það margir. Einnig geymdu frystihúsin á Svalbarðseyri og í Hrísey
kjöt fyrir menn.
Vopnnfj. Heimilisiðnaður fer minnkandi. Þó mun allmiklu af fatn-
aði komið upp á heimilum enn þá, einkum prjónafatnaði, nærfatn-
aði, sokkum, leistum, milliflíkum og kvenpeysum. Kvenfólk notar
varla annað en silki- eða bómullarsokka, karlmenn og börn ullar-
sokka að verulegu leyti. Mikið er notað af vinnufatnaði verksmiðju-
tilbúnum, svo nefndum „göllum“. 1 mataræði verða ekki stórvægi-
legar breytingar frá ári til árs. Súrmetið gamla er að hverfa úr sög'-
unni og harðmetið horfið. 1 stað þess lcemur nú einkum hraðfryst
fæða, geymd í íshúsi. Að þessu er að visu mikil bót, miðað við eldri
tíma, þegar salta varð og súrsa eða reykja allan kjötmat, en of lítið
virðist mér um nýja fæðu. Kjöt af nýslátruðu sauðfé fæst varla nema
í sláturtíðinni á haustin og síðara hluta sumars kjöt af nautgripum.
Nýmeti úr sjó fæst ekki nema suinarmánuðina, júní—september, og
þó oft af skornum skammti, vegna þess að litgerðin er sama sem
engin, einn eða tveir bátar á sjó með sprettum. Mjólk er næg og garð-
inatur, aðallega kartöflur.
Seijðisf). Býst við, að íslenzkur prjónafatnaður (nærföt) verði
sjaldgæfari með ári hverju, þó að ullin liggi óunnin og óseld í land-
inu. Matarræðið er fjölbreyttara og' efalaust hollara en áður. Kunn-
átta í matargerð almennari, og húsmæður skilja betur hollustugildi
fæðunnar. Nýmeti allt árið á boðstólum. Gamli súrmaturinn leggst
smám saman niður. Sláturgerð þó enn almenn að haustinu, en margir
geyma nú orðið blóðmörinn í íshúsi, og' fellur flestum það vel. Salt-
kjöt er heldur ekki eins mikið borðað og áður, síðan fólk almennt
komst upp á að g'eyma matvæli sín í ís. Þó að matvæli geymist ef
til vill sæmilega í súr og salti, tel ég þó til framfara að borða þau ný
i staðinn.
Bveiðabólsstaðai'. Engar breytingar.
Vestmannaeyja. Þrifnaður svipaður og verið hefur, en fer batnandi
með hverju árinu, sem líður. Fólk gengur betur til fara en áður,
lilýrra klætt við vinnu. Raun var að því að sjá flökunarstúlkurnar
framan af, hve lélega þær voru klæddur, en nvi eru þær hlýtt og vel
klæddar, svo sem þeirri vinnu hæfir. Sjómenn og verkamenn klæða
sig hlýtt og vel. Á samkomum er fólkið „fint“, karlar og konur, og
minna ber á ölæði og ólátum á skemmtunum en áður. Matargerð lík
og verið hefur. Fiskbúð er rekin hér, og fæst þar nýr, ísaður og salt-
aður fiskur til mikilla þæginda fyrir heimilin. Kjarnmeti vantar til-
finnanlega. Egg ófáanleg að heita má. Af osti, síld, lifur og hrogn-
um borðar fólkið allt of lítið.
Laugarás. Fatnaður er í engu frábrugðinn því, sem gerist í bæj-
um og þorpum þessa lands.