Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 233
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1948.
1/1948
Hæstiréttur hefur, með úrskurði 9. febr. 1948, leitað álits lækna-
ráðs í hæstaréttarmálinu: Réttvísin gegn E. B. Þ-syni, L. G-syni og
H. Þ-syni.
Málsatvik eru þessi:
E. B. Þ-son, heimilislaus sjómaður í Reykjavík, f. 21. des. 1922,
L. G-son lcyndari, B-veg'i 7 í Reykjavílc, f. 26. ágúst 1919, og' H. Þ-son
vélvirkjanemi, H-götu 62 í Reykjavík, f. 14. des. 1921, hafa játað sig
viðriðna þjófnað tékkaeyðublaða og fölsun og sölu ávísana á fjór-
um slíkum eyðublöðum, samtals að fjárhæð 9600 kr., í september-
og októbermánuðum 1946. L. G-son stóð að þjófnaði tékkaeyðublað-
anna ásamt E. B. Þ-syni, var í vitorði með honum um fölsun tveggja
ávísana og sölu annarrar þeirra (1500 kr.) og seldi sjálfur hina
(2000 kr.). Þá ritaði hann sjálfur eina ávísun (3700 kr.) eftir fyrir-
sögn og með aðstoð E. B. Þ-sonar. Sölu þeirrar ávísunar annaðist
H. Þ-son. Fjórðu ávísunina (2400 kr.) falsaði E. B. Þ-son einn og
fékk ónafngreindan mann til þess að selja hana fyrir sig. Fyrir sumt
af fénu keyptu þeir félagar áfengi og drukku saman. 1 hlut L. G-sonar
íéllu að sjálfs hans sögn 750 kr„ en 1100 kr. samkvæmt framburði
E. B. Þ-sonar. Undir meðferð málsins i héraði var leitað álits geð-
veikralæknis í Reykjavík um sakborninginn L. G-son, og lét geðveikra-
læknirinn uppi það álit sitt, án þess að taka sakborninginn til „lang-
varandi psykiatriskrar observationar“, að sér virtist vitsmunaþroski
hans „svara til 9—11 ára aldurs", enn fremur að hann væri „ekki
geðveikur, en andlega vanþroska, einfeldningur, sem verður enn þá
meira áberandi vegna magnaðrar heyrnardeyfu“, og loks, ef hann
væri sekur um lögbrot, væri „refsing sennilega þýðingarlaus".
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá teið,
að æskt er álits þess um vottorð geðveikralæknisins „um andlega
heilsu ákærða L. G-sonar, og felist þar í umsögn um það, hvort talið
verði, að refsing geti borið árangur gagnvart ákærða L„ þannig að
hún geti skapað með honum hvatir til að forðast refsiverða hegðun,
sbr. 15. og 16. gr. laga nr. 19/1940.“
Eftir að málið hafði verið afgreitt af réttarmáladeild til læknaráðs
nieð álitsgerð, dags. 12. febr. 1948, áfrýjaði forseti málinu til lækna-