Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 200
198
undir þak, og er gert ráð fyrir, að kennsla geti hafizt í honum á
næsta hausti. Orðið er til baga þröngt um skólann í hans gömlu
húsakynnum, og hefur þurft að leigja samkomuhús templara til við-
hótar. Byrjað var á byggingu barnaskóla í Lýtingsstaðahreppi við
Steinsstaðalaug. Á Sauðárkróki var í haust stofnsettur gagnfræða-
eða miðskóli, og störfuðu í vetur tvær fyrstu deildir hans. Var erfitt
um hiisnæði fyrir skólann, en það mun rætast úr því, þegar nýi barna-
skólinn er fullgerður.
Ólafsfí. Barnaskólahúsið allt of litið, svo að til vandræða horfir. Að-
eins framkvæmdar bráðnauðsynlegar viðgerðir, en engar endurbætur
vegna vonar um nýtt hús.
Dalvikur. Þrifnaður svipaður og fyrri árin. Skólastofan á Auðnum
var að mínum dómi óviðunandi og' farskólahaldið flutt þaðan til
Þorsteinsstaða. Þar er rými nóg, miðstöðvarhitun, raflýsing og vatns-
salerni. Fimleikakennsla féll niður í vetur í barnaslcólanum á Dal-
vík sökum óviðunandi húsnæðis.
Akureyrar. Skólalæknir var Stefán Guðnason læknir í fjarveru hér-
aðslæknisins, Jóhanns Þorkelssonar. Skólahjúkrunarkona hin sama
og undanfarin ár. Læknisskoðun að haustinu. Skólalæknir viðstaddur
í skólanum 2 daga í viku 1 tíma á dag. Gegnlýst á Berklavarnarstöð
Akureyrar að tilhlutun skólans 24 börn. Tannlæknir vann í skólan-
um febrúarmánuð, 6 tíma á dag, í marz 3 tíma á dag og í apríl l1/^
tíma á dag. Tannskoðun feng'u 168 börn, tannviðgerðir 120 börn.
Alls gert við 328 tennur á þessum tíma; tannviðgerðanna nutu börn
í 1. bekk og börn í 6. og' 7. bekk, eftir þvi sem hægt var að komast
yfir. Þó fengu nokkur börn úr hinum bekkjunum viðgerðir, ef um
tannpínu var að ræða. Ljósböð i skólanum fengu yfir veturinn 44
stúlkur og 20 drengir. Lýsi var gefið í skólanum frá 4. nóvember
lil 21. apríl. Gulrófur gefnar með lýsinu lengi vetrar, en að síðustu
rúgbrauð. Af lýsi eyddust 420 lítrar, af gulrófum 6 tunnur. Að hausti
1946 höfðu lús og nit 43 börn, en að vori 1947 17 börn. 48 bitu negl-
ur að hausti, en að vori 33.
Grenivikur. Börnin skoðuð, mæld, vegin og gert á þeim berklapróf,
er þau komu í skólann. Hef líka koinið í skólann börnunum að óvör-
um til að athuga, hvort þau hefðu óþrif. Aftur eru þau skoðuð, áður
en þau fara úr skólanum. Þeim er gefið lýsi. Framför yfirleitt góð.
Skólastofur voru málaðar, áður en skólinn tók til starfa. Skólahúsið
lcalkað og gluggar málaðir.
Breiðumýrar. Allir barnaskólar í héraðinu eru farskólar og haldnir
í misjöfnum húsakynnum, og er ekki hægt að gera miklar kröfur i
þá átt. Eg hef þó talið það óhæfu að halda skóla á þeim bæjum, sem
hafa ekki salerni. í einum hreppnum voru samt ákveðnir 4 skóla-
staðir, og var ekki salerni á neinuin þeirra. Skrifaði ég skólanefnd hréf
um þetta efni og vona, að iir verði bætt.
Þórshafnar. Lokið var að ganga frá hinu nýja skólahúsi og fengin
í það ný stálborð og stólar handa 60 nemendum.
Vopnafj. Farskólinn hefur verið á hrakningi og aðbúnaður lians
verið misjafn. Þetta hefur þó lagazt nokkuð, síðan nýjum steinhús-
um fjölgaði í sveitinni. Hefur skólinn við það fengið rúmbetra hús-