Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 207
205
túninu, en ekki hefur verið hafizt handa um það enn þá. Kirkjur eru
2 upphitaðar og sæmilega við haldið.
Seijðisfi. Loksins er hafin bygging samkomuhúss. Var byrjað að
haustinu að grafa fyrir grunni og steypa hann. Verður svo verkinu
haldið áfram, þegar veður leyfir. Annar samkomuskáli Rauðakross-
deildarinnar brann í febrúar, og var að því mikill skaði. Hafði í þess-
um skála verið komið fyrir snotru leiksviði, og' skálinn yfirleitt hinn
vistlegasti og rúmgóður. Slcálarnir voru 2. Hefur nú verið komið fyrir
leiksviði í þeim, sem eftir stendur. Fara þar fram leiksýningar og
skemmtanir, en dansleiki þarf aftur að halda í sölum barnaskólans,
þó að þeir séu ekki vel séðir þar. Kirkjur eru 2 í læknishéraðinu,
gamall hjallur á Klifstað í Loðmundarfirði og kirkja kaupstaðarins,
sem er fallegt guðshús, en köld að vetrinum og því illa sótt, eins og
gengur. Kirkjugarðurinn er alveg útgrafinn og hefur verið stækkaður.
Gjrðing og viðhald hans gæti verið betra.
Vestmannaeyja. Kirkju og kirkjugarði vel við haldið. Steyptur hefur
verið garður um kirkjulóðina og kirkjugarðurinn stækkaður og hlað-
inn steingarður í kring. Umgengni batnandi um samkomuhús, enda
gætir minna drykkjuskapar á mannamótum en áður.
18. Meindýr.
Meira háttar herferð gegn rottu var farin í Reykjavík á árinu
af erlendu einkafyrirtæki, The British Ratin Co., Ltd., er bærinn hafði
gert samning við um þær framkvæmdir og ekkert til sparað annað en
öll ráð óháðra sérfræðinga hérlendra. Verður samningur þessi og
íylgiskjöl hans vafalaust einhvern tíma birt sem tilvalið sýnishorn
þeirrar fordildar og ráðleysis, sem hér óð uppi á gjaldeyrisgnægtatím-
um ófriðaráranna og fyrstu misseranna eftir þau. Kostnaðurinn nam
því litilræði að ná ekki hálfri milljón króna (kr. 450629,87), en fram-
búðarárangur heldur enginn, með því að ekkert hafði verið skeytt um
að tryggja hann. Þessar ráðstafanir þóttu svo eftirbreytnisverðar, að
Akureyri taldi sjálfsagt að leika þær eftir á næsta ári.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Eins og kunnugt er, var á árinu hafin allsherjarrottueyðing
í bænum, að tilhlutun bæjarstjórnarinnar. Var samið við enskt fyrir-
tæki um verkið og það framkvæmt af enskum mönnum með aðstoð
Islendinga. Voru sumir furðu bjartsýnir á árangurinn og virtust jafn-
vel trúa því, að með einni allsherjarherferð myndi takast að eyða rottum
í bænum um aldur og ævi. Á það var bent af héraðslækni, að slík alls-
herjarherferð gegn rottuganginum myndi aðeins gagna í bili, en ekki
duga til frambúðar, svo framarlega sem ekki væru gerðar ráðstafanir til
þess að halda rottuganginum í skefjum framvegis. Komið hefur í ljós,
að þessar skoðanir voru réttar. Rottunum fjölgaði furðu fljótt aftur.
Akranes. Veggjalús kom upp i einu húsi hér í kaupstaðnum í júní,
og er talið, að hún hafi borizt með dóti, sem geymt var í hermanna-
skála. Fenginn var kunnáttumaður úr Reykjavík til þess að útrýma
henni, og mun það hafa tekizt. Rottueitrun lét bæjarstjórnin fram-
kvæma almennt í kaupstaðnum um áramótin.