Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 196
194
leikfimiskennarinn íþróttir með öðru ungu fólki. Sundkennsla fer
fram í Varmahlíð á liverju vori. Allt árið mátti heita, að ekki gæfi
til skíðaiðkana sökum snjóleysis. Knattspyrna og handknattleikur
eru nokkuð iðkuð.
Ólafsfi. Skíðaíþróttin iðkuð talsvert, ef snjór er á jörð, sem verið
hefur af skornum skammti oft undanfarna vetur. Sundnámskeið
skólabarna stóð í mánuð, en leikfimikennsla féll niður.
Grenivikur. Iþróttalíf nokkurt. Helzt stunduð knattspyrna, sund
og skíðaferðir. Smástrákar og piltar hér á Grenivík hafa alla daga
verið uppi í brekkum á skíðum, síðan snjórinn kom, og virðast vera
orðnir vel leiknir á þeim. Sundið aftur iðkað vor- og sumarmánuð-
ina. Skíðakennari var hér % mánuð síðast liðinn vetur. Síðan sund-
laug slysavarnardeildarinnar hér komst í það lag', að hægt er að
kenna í henni, hafa öll börn hér á Grenivík frá 8 ára aldri notað
sér það óspart, enda eru nú flest börn 10 ára og eldri orðin töluvert
synd.
Seyðisfj. Stór og vönduð nýtízkusundhöll er nær fullgerð. Sund-
laugarsalurinn er á stofuhæð, stærð 17X9,65 m. Meðfram austur-
hlið hans er áhorfendasvæði með ca. 100 sætum. Sjálf sundlaugin
er 12,5X6,5 m. Við vesturenda laugarinnar er búningsherbergi með
fataskápum, baðherbergi með 4 úðaböðum (sturtum), V. S. og hand-
laug'. Á fyrstu hæð er einnig búningsherbergi með fataskápum, bað-
herberg'i o. fl., eins og á stofuhæð. I kjallara er gufubaðsklefi, hún-
ingsherbergi, baðherbergi, V. S., handlaug o. fl. Við enda laugarinnar
í kjallara eru 2 miðstöðvar, önnur fyrir upphitun hússins, en hin fyrir
laugarvatnið; enn fremur eru þar hreinsunartæki o. fl. Meðfram
suðurhlið hússins verður sólskýli fyrir baðgesti. Sundlaugin tekur
væntanlega til starfa á þessu ári, og kemur þá vafalaust skriður á
sundiðkanir. Leikfimi og útiíþróttir nokkuð stundaðar, einnig skíða-
og skautaferðir, þegar tækifæri gefst.
Breiðabólsstaðar. Engar íþróttir stundaðar hér. Fullnægt er lög-
boðnu sundnámi skólabarna fyrir fullnaðarpróf, og hafa þau þá farið
að Laugarvatni á námskeið. Eitthvað munu skólabörn líka vera látin
læra stakar leikfimisæfingar eftir þar til ætluðum bæklingum, sem
fræðslumálastjórnin hefur ákveðið.
Vestmannaeyja. Knattleikir, sund, glímur, golf og' handknattleikir
stundað af kappi.
Keflavikur. Sundlaug liefur verið byggð í Keflavik, og er hún með
upphituðum sjó, hið merkasta fyrirtæki, komið upp fyrir forgöngu
og dugnað Ungmennafélags Keflavíkur.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
ísafj. Ég hef eins og að undanförnu skrifað greinar í bæjarblöðin
um heilbrigðismál og flutt fyrirlestra um mataræði og áfengisnautn.
Fólk hefur áhuga á þessu efni, nema áfengismálum.
Blönduós. Fræðsla um heilbrigðismál hefur ekki farið hér fram