Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 60
58
37 börnum í sveitinni. Af 64 börnum í kauptúninu höfðu aðeins 2
jákvætt berklapróf. Höfðu áður reynzt jákvæð við berklapróf í skóla-
börnum. Af 37 prófuðum börnum í sveitinni hafði aðeins 1 jákvætt
berklapróf. Var það barn berklaveikrar móður, 1 árs að aldri. Öll
hin jákvæðu börn voru gegnlýst og þóttu ekki grunsöm. Barn það,
sem getið var að framan, að grunsamlegt þætti við gegnlýsingu, var
systir barnsins, 1 árs gamla, í sveitinni, sem hafði jákvætt herkla-
próf. Við húðpróf hafði það reynzt neikvætt. Undanfarin ár hefur
ekkert komið hér fram, hvað1 berklum viðvikur, sem bendir á smitun
utan hinna gömlu þekktu berklahreiðra. Er því ástæða til að vona,
að berklaveiki fari hér smáþverrandi á komandi árum.
Egilsstaða. 2 nýir sjúklingar, bóndi milli 30 og 40 ára, sem fór
þegar á Vífilsstaði, með tbc. pulmonum, og 5 ára drengur með hilitis.
í aprílmánuði barst héraðslækni bréf frá berklayfirlækni, þar sem
hann gat þess, að lílcur væru til, að hann kæmi í berldarannsóknar-
ferð til Austfjarða, og þess óskað, að gerð væru berldapróf á börn-
um og' annar undirbúningur hafður, sem að gagni kynni að koma.
Um ferðalagið sjálft yrði nánara tilkynnt, nokkru áður en það hæfist.
Var síðan gert berklapróf á 62 börnum á 20 bæjum í 4 hreppum.
5 barnanna reyndust örugglega jákvæð. Nú heyrðist ekkert frá berkla-
yfirlækni þar til 23. maí. Þá hringir hann frá Reyðarfirði, er þá þar
kominn og' gerir ráð fyrir að hafa þar tveggja tíma viðdvöl og ámóta
eða litlu lengri á Eskifirði. Héraðslæknir var í læknisferð uppi i Fljóts-
dal í sambandi við undirbúning þessarar rannsóknar, á bæ, þar sem
ekki er sími, en aðstoðarlæknirinn var á förum út í Jökulsárhlíð,
þegar hringt var. Hann náði saman 18 manns af heimilum, sem þegar
voru rannsökuð og þóttu grunsamleg, og sendi til Eskifjarðar. í þeim
hópi fannst maður með opna tbc. pulmonum; hilitis fannst í 1 af
börnunum, sein svarað höfðu jákvætt. En fleira fólk, sem æskilegt
hefði verið að fá gegnlýst, þar á meðal 3 af börnunum, sem reyndust
jákvæð, og annað fólk á því heimili, náðist ekki í á þeim tíma, sem
gefinn var til þess. Enginn efi leikur á mikilvægi rannsóknarferðar
sem þessarar. En það er tímafrekt verk að ná saman fólki víðs vegar
að úr víðlendu og símafáu héraði og koma því til hafnar. Það verður
tæpast gert á einum degi, hvað þá nokkrum klukkutímum, og mundi
þvi nást betri árangur, ef læknar vissu með nokkurra daga fyrirvara,
hvenær von er á heimsókninni.1)
Seyðisfi. 6 ára stúlkubarn nýsmitað með erythema nodosum. A
berldaveikan föður. 23 ára stúlka með tbc.. peritonei, sem uppgötv-
aðist við appendectomia, hafði áður verið grunsamleg. í nóvember lézt
66 ára kona, sem legið hafði heima á barnaheimili með smitandi
lungnaberkla áruin saman og oft hefur verið getið um í skýrslum. Af
3 ungum dótturbörnum smitaðist aðeins 1, en er nii hraust, og þar með
er þeim vandræðum lokið.
Iiúða. 2 ný tilfelli, í) ára drengur frá Skálavík með kviðarholsberkla
og 56 ára sjómaður með lungnaberkla. Báðir þessir sjúklingar voru
1) Bcrldayfirlæknir gerir í bókarlok athugaseind við þessa skýrslu héraðslækn-
isins.