Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 216
214
sannað gildi sitt. Haldið var áfram byggingu brimbrjóts í Súganda-
firði og hafinn undirbúningur að byggingu hafnarbólvirkja á Flateyri.
Bolungarvíkur. Tekið að gera iit stærri skip en áður og fyrirhuguð
kaup á fleiri slíkum skipum, enda er hér í framtíðinni fyrirhuguð
aukin hafnargerð. Var í sumar hafin leng'ing á öldubrjót, brimbrjótn-
um í Bolungarvík, sem að vísu hrundi að miklu leyti í haustbrimi,
áður en verkinu var lokið að fullu. Framsóknar kennir á fleiri svið-
um. Talað er um að rafvirkja foss fyrir þorpið hér í nánd, og eru
líkur til þess, að til athafna komi um þetta á næsta ári.
ísafj. Keyptir 4 nýir Svíþjóðarbátar í bæinn, og hefur reynsla manna
af þeim eigi verið slík, að þeir yrðu stimplaðir manndrápsbollar.
Hafin bygging' nýrrar rækjuverksmiðju. Byrjað að byggja yfir Vél-
smiðjuna Þór. Byrjað var á stækkun hafnarinnar neðan við báta-
liöfnina. Reist var sundhöll og tekin til notkunar. Byggt var yfir bóka-
safnið. Bæjarverkfræðingur ráðinn. Stofnað togarafélag' og' 2 iðju-
versfélög'. Einnig' stofnað selveiðafélag. Hafinn var undirbúningur að
endurbótum á vatnskerfi bæjarins. Einnig' hafinn undirbúningur að
byggingu varaaflstöðvar eða toppstöðvar fyrir rafveituna. Lagðir
hornsteinar bæjarbyggingar yfir fólk, sem nú býr í heilsuspillandi
íbúðum. Lokið við stækkun á barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum.
Hólmavíkur. „Síldarniðurlagningarverksmiðja“ var reist á Hólina-
vík. Sömuleiðis byrjað á nýjum barnaskóla. Ný vatnsveita tekin í
notkun. Einnig lögð nokkur aðalskolpræsi. En ólokið við hvort
tveggja.
Hvammstanga. Byrjað var á að lengja bryggjuna á Hvamms-
tanga; einnig var unnið að innréttingu frystihúss Ivaupfélagsins,
fengnar til þess vélar og nokkur hluti þess tekinn til notkunar.
Blönduós. Framfarir til almenningsþrifa urðu miklar í báðum
kauptúnunum. í Höfðakaupstað var unnið að „nýsköpuninni", síldar-
verksmiðjan reist, haldið áfram við hafnargerðina og byrjað á lagn-
ingu vatnsveitu og skolpræslu, enda var gerður fullkominn skipu-
lagsuppdráttur að framtíðarbæ með 3000—5000 íbúa. A Blönduósi
gengur seint að fá skipulagsuppdrátt, enda er seinagangurinn á þeim
málum víðast hvar til skammar, 20—30 árum eftir að hin merku lög
um þetta efni voru sett. Þó tókst að fá uppdrátt af svæðinu utan
Blöndu, en ekki er þar gert ráð fyrir neinum opinberum byggingum.
Hér var unnið að byggingu mjólkurstöðvarinnar, sein táknar að lik-
indum tímamót í atvinnulífi héraðsins, og að nýja barnaskólahúsinu,
eins og þegar hefur verið getið.
Sauðárkróks. Út^erðarfélag Sauðárkróks fékk 50 smálesta bát af
svokölluðum Svíþjóðarbátum og gerði hann út á síldveiðar. Fiskaði
hann sæmilega. Er félagið nú að kaupa annan bát, 70—80 smálesta.
Einnig var keyptur hingað vélbátur, rúmlega 20 smálesta. Byrjað
var að vinna að virkjun Gönguskarðsár fyrir Sauðárkrók og vænt-
anlega eitthvað af nærsveitum. Búizt er við, að virkjun verði ekki
lokið fyrr en á sumri 1948. Sauðárkrókur er nú að sækja um bæj-
arréttindi.
Ólafsfí. Unnið var við hafnargerðina, og er nú norðurgarður orð-
inn 150 m með fullgerðum skjólgarði. Vesturgarður 200 m. Byrjað