Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 235
233
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
.,að óskað er umsagnar læknaráðs, hvort sjúkrahúsvist M. Þ-sonar
frá 29. maí til 31. ágúst 1947 og skurðaðgerð á honum þann 31. mai
s. á. verði talin eðlileg afleiðing af fótbroti hans þann 30. júlí 1945.
Verði svo ekki talið, hvort telja megi, að þetta eigi að öllu eða nokkru
leyti rætur sínar að rekja til vangæzlu af hálfu M.“
Álylctiin réttarmáladeildar læknaráðs:
Réttarmáladeild álítur, að sjúkrahúsvist M. Þ-sonar frá 29. maí til
31. ágúst 1947 ásamt skurðaðgerð þeirri, sem gerð var 31. maí s. á.,
sé bein afleiðing af slysinu, sem hann varð fyrir þann 30. júlí 1945.
Kemur stundum fyrir, að bein gróa illa, einkum ef um opið brot er
að ræða, þannig að ekki nær að myndast fullfast bein, en í þess stað
myndast aukaliður um brotstaðinn. Hefur það átt sér stað í þessu
tilfelli, og er ekki ástæða til að setja það í samband við neina van-
rækslu eða vangæzlu.
Ályktun réttarmáladeildar, dags. 9. des., staðfest af forseta sem
ályktun læknaráðs 15. des.
Málsúrslit. Með dómi í bæjarþingi Reykjavikur 13. jan. 1949 voru stefnanda
dæmdar skaðabætur vegna atvinnutjóns, kr. 18000.00, þjáningarbætur, kr. 3000.00,
auk læknis- og sjúkrahviskostnaðar, alls kr. 25285.00.
3/1948
Fyrir hönd ráðherrans, sem fer með heilbrigðismál, hefur land-
læknir leitað umsagnar læknaráðs um mænusóttarfaraldurinn á Ak-
ureyri með sérstöku tilliti til þess, hvort nokkuð sé unnt að gera til
að verjast því, að sóttin berist til Reykjavíkur og' nái sér þar niðri.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
sem að framan greinir.
Álitsgerð heilbrigðismáladeildar læknaráðs.
1. Akureyrarfaraldurinn.
Faraldurinn virðist allútbreiddur, en vægur. Skráð tilfelli
munu nú vera 365, 7 hafa lamazt verulega, en enginn dáið. Veikin
teltur einkum ungt fólk, á aldrinum 14—30 ára, mjög fá hörn
hafa sýkzt og ekkert yngra en 8 ára. Veikinnar hefur talsvert
orðið vart í framhaldsskólum, t. d. heimavist Menntaskólans.
Fyrir hefur komið, að margir hafa veikzt á sama heimili. í öll-
um fjöldanum er sótthiti 37,2°—37,4° að morgni, en 37,6°-—38°
að kvöldi.
Veikinnar varð fyrst vart 25. september s. 1. í október voru
skráð 6 tilfelli, í nóvember 265, og virðist faraldurinn hafa náð
hámarki 15.—25. nóvember. I desember hafa verið skrásett tæp
100 tilfelli, og lítur út fyrir, að veikin sé í rénun
2. Varnir Reykjavíkur.
Ef svara á þeirri spurningu, hvað unnt sé að gera til varnar
gegn því, að faraldurinn berist til Reykjavíkur, kemur til álita,
hvort setja beri á samgöngubann við Akureyri.