Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 99
97
1 barn tekið með töng vegna hríðaleysis hjá 24 ára frumbyrju. Gerð-
ur framdráttur við sitjandafæðingu hjá 45 ára fjölbyrju vegna mjög
erfiðrar og' langdreginnar fæðingar. Barnið var mjög stórt og' náðist
ekki lifandi. Konnnni heilsaðist vel. Annað barn fæddist andvana
við eðlilega fæðingu að öðru leyti, og kom þar ekki til minna að-
gerða, enda stóð fæðingin ekki óeðlilega lengi. 1 barn fæddist hálf-
dautt, en tókst fljótlega að lífga það. Það veiktist stuttu síðar með
háuin hita og var háfebrílt, unz það dó 3 dögum eftir fæðinguna.
Pensilínsprautur höfðu engin áhrif. Konunni heilsaðist vel. Sama
kona aborteraði fyrir mörgurn áruin, og fyrir 2 árum síðan fæddi
hún barn, sem dó 16 daga gamalt, og hafði þá verið háfebrílt um
viku tíma. Rannsókn á blóði foreldranna sýndi bæði Rh h-. Retentio
placentae kom einu sinni fyrir, náðist með Credé í svæfingu. Fleiri
og fleiri konur óska eftir að komast á sjúkrahús til að fæða, og er
reynt að verða við því, þó að hentugt sjúkrhússpláss sé ekki fyrir
hendi til þess. Fæddu nú 29 konur á sjúkrahúsinu af 50, og er það
með langflesta móti. Ljósmæður geta ekki fósturláta í skýrslum
sínum. 2 konur komu til aðgerða á sjúkrahúsið vegna abortus, báðar
lir Hofsóshéraði. Auk þeirra var mín tvisvar vitjað til kvenna vegna
abortus, og' í báðum tilfellum varð úr abortus completus. 1 kona var
skorin vegna graviditas extrauterina og ruptura tubae. Dó hún 11
dögum síðar. Abortus provocatus enginn gerður.
Hofsós. Barnsfarir stórviðburðalitlar. Einni konu nærri blætt út;
hefur sennilega haft placenta praevia. Andvana barn og fylgja fætt,
er ég kom á vettvang. 1 tangarfæðing á árinu. Annars nokkuð oft
sóttur til að herða á sótt eða deyfa konur. Engin fósturlát mér vit-
anlega. Tvisvar beðinn um að gera abortus provocatus, og' var í báð-
um tilfellum um giftar konur að ræða, margra barna mæður. Þær
fæddu síðar börn sín eðlilega. Aldrei beðinn um ráðleggingar um
takmörkun barneigna.
Ólafsfj. Oftast kallaður til sængurkvenna einungis vegna öryg'gis
og til að deyfa. 2 fósturlát fékk ég til meðferðar. Enga hjálp er nú
orðið að fá í sængurlegum kvenna, nerna af mjög skCrnum skammti.
Ef stúlkur fást á annað borð, fjúka þær burt, um leið og sængur-
konan stígur út fyrir rúmstokkinn. Það fer mjög í vöxt, að konur
leiti leiðbeininga um takmörkun barneigna, og margar mundu láta
gera sig' ófrjóar þegar í stað, ef það væri engum takmörkunum háð,
og get ég ekki láð þeim það. Ég þori að fullyrða, að ef konur hefðu
yfirleitt ráð á öruggum barngetnaðarvörnum, mundi engin láta sér
til hugar koma að eignast meira en eitt barn.
Dalvíkur. Læknir viðstaddur 15 fæðingar, oftast eftir tilmælum
móðurinnar. Kona nokkur fæddi andvana fóstur, dáið á að gizka hálf-
um mánuði fyrir fæðingu. Hafði hún verið veik lengst af um með-
göngutímann (toxicosis graviditatis).
Grenivíkur. Yfirleitt gengu fæðingar vel. Sóttleysi hamlaði stund-
um, og var þá gefið pitúitrín. 1 kona fæddi andvana barn. Var um
sitjandafæðingu að ræða, og fóstrið var farið að rotna. Barnið var
dregið fram, og' gekk það hálf erfiðlega, því að kviður þess var orð-
inn mjög útþaninn. 1 fósturlát. Varð að senda konuna til Akur-
13