Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 146
144
% úr milljón króna, svo að einhverjir súpa á, og kemur það sér efa-
laust betur fyrir ríkissjóðinn. Við verðhækkun hverja á víninu kemur
smáafturkippur í söluna, en furðu fljótt venjast menn nýja verð-
laginu, svo að það virðist vera áhættulílið að smyrja á þá vöru. Sama
er að segja um tóbakið: Hið síhækkandi verðlag á því virðist ekkert
draga úr neyzlunni. Kaffidrykkja mun vera svipuð hér sem annars
staðar, og illmögulegt að komast undan kaffiborði, ef maður kexnur
í hús.
Breiðabólsstaðar. Áfengisneyzla sízt meiri en annars staðar, að því
cr ég þekki til.
Vestmannaeyja. Ég held, að drykkjuskapur hafi farið minnkandi
á árinu. Templarar hafa starfað mikið í haust og eru að koma upp
fundarhúsi með meira (sjómannastofu). Kaffi og tóbak notað svipað
og áður, vindlingarnir sízt minna, og er leitt, að unglingar skuli ekki
hafna þessari eiturnautn. Tóbaksbindindi er í Gagnfræðaskólanum.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess i skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
3323 börn af 3368 lifandi fæddra barna, sem skýrslurnar ná til, voru
nærð eftir fæðinguna. Eru hundraðstölur, sem hér segir:
Bi-jóst féngu .................................. 92,6 %
Brjóst og pela fengu ........................... 4,3 —
Pela fengu ...................................... 3,1 —
í Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu ................................... 99,3 —
Brjóst og pela fengu ............................ 0,4 —
Pela fengu ...................................... 0,3 —
Læknar láta þessa getið:
Akraness. Virðist í góðu lagi. Ljósmóðir leiðbeinir mæðrum um
meðferðina og útbýtir leiðbeiningum landlæknis til þeirra, sem eiga
börn í fyrsta sinn. Virðast þær hafa áhuga á að fara eftir réttum
reglum.
Ólafsvikur. Meðferð ungbarna áfátt sums staðar og hefur tvisvar
kostað spítalavist.
Búðardals. Meðferð ungbarna mun vera allgóð. Lýsisgjafir eru
almennar.
Þingeyrar. Hvergi séð vanrækt ungbörn.
Bolungarvíkur. Ungbarnadauði ekki teljandi.
Ísafj. Yfirleitt góð.
Hólmavíkur. Verður að teljast víða góð, en misjöfn sums staðar.
Lýsisnotkun nokkur og virðist vera að aukast.
Hvammstanga. Meðferð ungbarna telst góð. Flestar mæður hafa
börn sin á brjósti, a. m. k. fyrst eftir fæðingu, en misbrestur nokkur
mun á úthaldi, og mun hjálparleysi húsmæðranna og þar af leið-
andi annir og erill eiga mesta sök á því.
Blönduós. Meðferð ungbarna er mjög sæmileg, og held ég, að
Frh. á bls. 193.