Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 64
62
því að hundar komast í hræ í högum úti, fé er slátrað öllu meira
heima en áður, og auk þessa er útbúnaður sláturhússins til varnar
því, að hundar komist í innyfli, næsta ófullkominn.
Sauðárkróks. 1 sjúkiingur skráður (ekki á mánaðarskrá) með
echinococcus abdominis, líklega út frá lifur. Skorinn á Akureyri eftir
áramótin.
Ilofsós. Ekkert tilfelli skráð á árinu. Hef þó grun um gamlan mann,
sem hefur gengið með tumor hægra megin ofan til í kviðarholi um
nokkurt árabil, en hefur ekki viljað láta skera sig.
Grenivíkur. Hundar hreinsaðir árlega. Á sláturhúsinu eru allir
sullir, er til næst, grafnir, svo að hundar nái eltki í þá, nema ef vera
kynni í úrgangi. Býst við, að allrar varúðar sé gætt við heimaslátrun,
þótt ekkert sé hægt að fullyrða um það.
Vopnafj. Hefur ekki orðið vart hér á síðari árum.
Egilsstaða. 1 öldungur á skrá frá fornu fari með sull í lifur, frísk-
ur, eftir því sem gerist um nírætt fólk.
6. Geitur (favus).
Töflur V—VI.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 3 7 3 2 2 „ 1 2 1 1
Stundum er talað svo og skrifað sem geitum hafi verið útrýmt úr
landinu með aðgerðum „ofan frá“ og talið létt verk að gera lúsinni
sömu skil. Hið fyrra er því miður ofmælt og hið síðara of mikil bjart-
sýni. Á árinu voru 3 geitnasjúklingar til lækninga á röntgendeild
Landsspítalans.
Lælcnar láta þessa g'etið:
Rvík. 1 sjúklingur er skrásettur á árinu með geitur. karlmaður milli
þrítugs og fertugs.
Akranes. Hefur ekki orðið vart.
Ólafsvíkur. 3 börn af sama heimilinu fóru suður; fengu fulla bót í
röntgen, og geitna ekki orðið vart síðan.
Reijkhóla. Vona, að þær séu ekki til.
7. Kláði (scabies).
Töflur V, VI og VII, 4.
S júklingafföldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 455 743 910 1531 1569 828 645 460 385 367
Nú orðinn lítill áramunur, en ólíku saman að jafna því, hver brögð
cru að kláða síðustu árin og var á fyrstu ófriðarárunum.
Læknar láta þessa getið:
Iivík. Kláðasjúklingar þetta ár talsvert fleiri en næsta ár á undan.