Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 108
106
hann með hann til Ólafsfjarðar um nóttina. Maður datt af hestbaki,
stakkst á höfuðið, og spralík fyrir ofarlega á hnakka. Skurður ca.
5 sm langur. Missti maðurinn sem snöggvast meðvitund, varð reikull
í spori og hafði svima. Maður, er var að fara á hestbak og teymdi
annan hest, meiddist illa, er hestur sá, er hann reið, tók sprett, en
liinn kippti í tauminn. Lás var á taumnum, sem festist í vísifingri
inannsins og tætti hann í sundur endilangan lófamegin inn að beini.
Átti maðurinn lengi í meiðslunum, en héit þó fingrinum. Piltur datt
af hestbaki, varð fastur í ístaðinu, og dró hesturinn hann langan
spöl. Áverkar urðu þó undra litlir — nokkrar skrámur á baki og
liandleggjum. Kona, er var við þvott, fékk aðsvif og var slöpp nokkra
daga á eftir. Lítill benzínmótor var inn af þvottahúsinu. Blástursrör
frá honum var ekki vel þétt, svo að stihbu lagði inn um það. Hæft
við, að þetta hafi valdið aðsvifinu. Drengur á reiðhjóli reiddi tösku.
Var hann á leið niður brekku og þurfti að beygja. Taskan þvældist
fyrir, svo að honum tókst það ekki. Hentist hann út af veginum, bar
fyrir sig' höndina, en fékk við það fract. radii dextri. Annar piltur
var á skautum, datt á olnbogann, og brotnaði hann um olnbogaliðinn.
Tognanir 8, mör 6, tognanir og mör 2. Smábrunar 10, sólbrunar 4.
Man ekki eftir að hafa séð sjúklinga eins illa útleikna eftir sólbruna
og nú í sumar. Fengu sjúklingar þessir stóreflis blöðrur. Korn í auga
7, flísar í fingrum 5, sár 17, sár í aug'a 1 og' rifbrot 1.
Þórshnfnar. Corpora aliena oculi 21.
Vopnnfj. Engin stór slys urðu hér. 4 manneskjur brenndust lítils
Iiáttar. Maður datt af palli niður á steingólf, síðubrotnaði og niarð-
ist. Gamalmenni datt ofan stiga og' féll i rot. Símamaður var að rífa
slitinn vír upp úr svellgaddi. Vírendinn slóst í augað á honum —
vulnus corneae. Fract. radii typica 2, costae 2, claviculae 1, contu-
siones 14, distorsiones 8, vulnera incisa 16, contusa 29, puncta 4,
corneae 1. Corpora aliena corneae & conjunctivae 9, corpus alienum
meatus auditorii 1, subungvalis 3, subcutis 1 — stálflís úr hamri —
commotio cerebri 1, ainbustio 1.
Egilsstaða. Ýmiss konar smáslys urðu á árinu, stungur, mar, togn-
anir, smærri brunar o. þ. h. Lux. cubiti 2, humeri 1. I október slas-
aðist maður, sem var við jarðvinnslu ineð dráttarvél. Hann stóð við
herfi, sem hann ætlaði að tengja við vélina, en óvanur aðstoðar-
niaður hans átti að „bakka“ vélinni að herfinu. Gerði hann það svo
skarplega, að annað afturhjól vélarinnar fór upp á herfið, og varð
hægri handleggur og öxl þess, sem aftan við stóð, þar á milli. Hann
fékk brot á báðum framhandleggsbeinum, h. m. opið, og auk þess
víða marinn og flumbraður. Var fluttur næsta dag á spítala á Seyðis-
firði. Mesta slys ársins og jafnframt mesta slys, sem orðið hefur í
héraðinu um langan tíma, varð 8. nóvember, þegar 4 manns fórust
við sprengingu út og upp af bænum Ási í Fellum, bóndinn þar, 2
dætur hans og bróðurdóttir. Bóndinn var 43 ára gamall, 2 stúlkurnar
8 ára gamlar og hin þriðja 7 ára. Enginn sá, þegar slysið vildi til,
en mikil sprenging heyrðist, og heiman frá Ási, sem var tæpan km
frá slysstaðnum, sást snöggur, bjartur blossi. Var brugðið við og
komið á staðinn eftir fáar minútur. Læknir kom þar eftir ca. 2