Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 139
13?
vatnssalerni og hreinlætistæki, handlaugar og bað markverðustu
framfarirnar. Þar sem slíkar umbætur komast á, eykst þrifnaður,
og umgengni innan húss batnar. Óþrif virðast einnig fara minnkandi,
enda þótt einstaka heimili skorti manndóm til að útrýma þeim. Al-
menn raflýsing er hér ekki enn þá. Nokkur heimili í kauptúninu
og í sveitinni hafa komið sér upp raflýsingu með vindrellum sem
aflgjafa. Þykir sú lýsing liið mesta hnoss, sem von er. Gallinn er sá,
að þannig löguð raflýsing er afar dýr, einkum vegna rafgeyma. Svo
vilja rellurnar bila.
Egilsstaða. Húsakynni fara smábatnandi. Á hverju ári er nokkuð
yeist af nýjum húsum og eldri hús endurbætt. Þrifnaður þokast líka
í áttina.
Scydisfi. Það er mikil eftirspurn orðin eftir húsnæði i kaupstaðn-
inn, og mundi margur flytja hingað nú, ef fólk gæti fengið þak yfir
höfuðið. Má að því leyti tala hér um húsnæðiseklu. Fleira fólk
kæmist fyrir, og það með góðu móti, í húsum þeim, sem í kaupstaðn-
om eru, en húseigenaur eru mjög tregir til að leigja út frá sér, þó að
þeir gætu það rúmsins vegna, og kemur þar ýmislegt til greina: Húsa-
leiga lág, nema þá með krókaleiðum, sem þekkjast ekki hér, leigj-
endur kröfuharðir o. s. frv. Noltkrar eru hér lélegar íbúðir í göml-
11 m og illa viðhöldnum húsum, en yfirleitt býr fólk vel og hefur bætt
og prýtt híbýli sín og veitt sér ýmis þægindi, svo að rnörg heimili eru
nú orðin óþekkjanleg frá því, sem var á göinlu krepputímunum.
hrifnaður yfirleitt góður.
Breiðabólsstaðar. Lokið var smíð 5 íbúðarhúsa iir steini á þessu
ári og byrjað á 4 nýjum. Nokkuð var unnið að endurbótum á eldri
húsum, en upphitun húsa er í sama horfi og áður. Fólk situr í kuld-
anum, þar sem rafmagn er ekki nóg til hitunar. Þegar bezt lætur, er
aðeins kveikt á eldavél. Vatnsknúnum rafstöðvum fjölgar, og hinar
eldri eru endurbættar. Þrifnaður er víðast góður eftir ástæðum.
Vestmannaeijja. Húsakynni hafa stórum batnað hér á árinu. Þar
sem íbúum hefur fækkað hér og fólk hefur flutzt úr þröngum húsa-
kynnum, hafa yfirleitt þær íbúðir, sem hafa losnað, verið teknar af
þeim, sem fyrir voru, og þeim verið bætt við. Á árinu voru tekin í
notkun 13 íbúðarhús, byggðar hæðir á 2 eldri hús og 1 stækkað.
í þessuin 16 byggingum eru 26 íbúðir, 6 með 5 herbergjum og eld-
húsi, 13 íbúðir með 3 herbergjum og eldhúsi, 6 með 2 herbergjum og
eldhúsi, 1 með 1 herbergi og' eldhúsi. Samanlögð stærð þessara húsa er
”578 ms. í smíðum eru 33 íbúðarhús með samtals 19748 m3. Húsin
ilest.í nýju hverfi vestan til í bænum.
Selfoss. Heita má, að kvenfólk sé algerlega ófáanlegt til heimilis-
starfa, og eru því þær húsmæður, sem annast þurfa meðalheimili eða
stærra í hinum sárustu vandræðum, enda eru þær margar hverjar
nð gefast upp og hníga undir þessari byrði, sem elcki er einungis lík-
oinleg ofrann, heldur andleg þraut eigi síður, þar eð þeim fæstum
ei' það nolckurt gamanmál að búa undir ómildum dómum vegna þess,
íið heimili þeirra séu ekki ávallt svo fáguð og fægð, sem skyldi og
þær vildu. Oft hefur við borð legið, að mér tækist ekki að fá nokk-
Urn kvenmann til þess að slaira gólf þeirra 4—5 herbergja, sem ein-
18