Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 58
56
Fór á Landakotsspítala. Jón Eiríksson berklalæknir kom hingað 29.
október og skoðaði þá um 20 manns á Hvammstanga, heimilisfólk
þeirra nýju sjúklinga, sein fundust á árinu, og þá aðra, sem helzt
þótti ástæða til að athuga, þar á meðal nokkra eldri sjúklinga, sem
verið hafa á skrá undanfarin ár. Ekkert athugavert kom í ljós við
þá athugun. Reyndust hinir eldri sjúklingar a. m. k. óvirkir, og voru
þá teknir af skrá. Næsta dag skoðaði hann svo alla nemendur al-
þýðuskólans á Reykjum í Hrútafirði; þar fannst ekkert athugavert.
Blönduús. Fór ískyggilega í vöxt. 2 endurskráðir, annar rúmlega
fimmtugur bóndi, sem var á Vífilsstöðum fyrir 20—30 árum, hitt
var ung kona, sem skráð var í fyrsta sinn 1944 vegna brjósthimnu-
bólgu og' útskrifuð sem óvirk næsta ár. Því miður reyndist þetta
skammgóður vermir, og er nú einnig skráður vegna hilusberkla
sonur hennar 6 ára. Önnur 2 börn voru og skráð í Höfðakaupstað,
annað með pleuritis interlobularis, hitt með meningitis, og dó það,
sem vænta mátti. Móðir þess berklaveik var send heim af hæl-
inu og varð að hætta við loftbrjóst fyrir tíma fram vegna þess, að
hún var þá vanfær að þessu barni. Enn var skráður á Blönduósi 4 ára
drengur af heimili, þar sem verið hafa berklar, og dó bróðir hans úr
heilahimnubólgu fyrir nokkrum árum. Loks voru skráðir 31 árs gamall
maður úr Vatnsdal og 24 ára gamall maður úr Svartárdal, sem ekki
er kunnugt um, hvar tekið hafi veikina, og er þá enn ótalið hörmu-
legasta tilfellið, sem gerðist uppi á Laxárdal. Þar voru ung hjón,
sem áttu 5 börn, liið elzta 7 ára, en hið yngsta á 1. ári. Eg frétti
það á skotspónum, að bóndi þessi hefði legið með hitavott í nokkrar
vikur án þess að leita læknis, og lagði ég því íyrir oddvita hrepps-
ins og sóknarprest, sem einnig er í hreppsnefndinni, að sjá um, að
maðurinn kæini til læknisskoðunar. Gerði hann það og reyndist hafa
cavernu með smiti, enda var honum þegar ráðstafað á hæli. LTm
leið og ég fór í skólaskoðun í hrepp þenna nokkru síðar, gerði ég
mér ferð á heimilið, og reyndist þá yngsta barnið veikt og sömu-
leiðis mágur bóndans, sem býr á móti honum. Við hina almennu
berklaskoðun þá um haustið kom svo öll fjölskyldan til herklaskoð-
unar, og voru börnin 5 og' mágur bóndans, maður hálfþrítugur, með
hilusberkla. Þess skal getið, að bóndinn, sem smitunin stafaði frá,
er fjTÍr nokkrum árum innfluttur í héraðið.
Sauðárkróks. 1 piltur fékk spondvlitis tbc., 2 voru með ervthema
nodosum (annar með hilitis) og 1 með vafasama tbc. pulmonum
(hafði verið rannsakaður á Kristnesi), siðar á árinu úrskurðaður
albata af aðstoðarlækni berklayfirlæknis. Enginn dó úr berklaveiki
á árinu. Aðstoðarlæknir berklayfirlæknis kom í október og skyggndi
nemendur kvennaskólans að Löngumýri og á annað hundrað manns
á Sauðárkróki, þar á meðal nemendur og kennara gagnfræðaskólans,
starfsfólk mjólkursamlag's og gistihúsa o. fl. Fundust engin ný
berklaveikistilfelli.
Hofsós. 2 ný tilfelli. Annar sjúklingurinn var nýfluttur i héraðið,
hinn ungur piltur, sem var við sjóróðra á Suðurnesjum um vetrar-
vertiðina; kom hann heim með opna lungnaberkla. Berklayfirlæknir
lét skyggna alla nemendur og heimilisfólk Hólaskóla ásamt nokkru