Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 96
94
S j ú k d 6 m u r : Depressio psychogenes.
Félagslegar ástæður: Talið sennilegt, að hun hafi orðið
þunguð við nauðgun, þó að ekki verði sönnur færðar á.
Sjúkraluís Akureyrar.
10. 23 ára ráðskona bónda. Heimili ekki greint. Komin 10 vikur
á leið. 2 fæðingar á 2% ári. 5 börn (7, G, 4, 2% og' %2 árs) i
umsjá konunnar. íbúð: 2 herbergi í lélegu timburhiisi. Fjár-
hagsástæður sæmilegar.
S j ú k d ó m u r : Tbc. pulmonum.
Félagslegar ástæður: Ómegð og skortur húshjálpar.
Vönun fór jafnframt fram á 4 konum í Landsspitalanum
(neurosis & gastritis chronica, asthenia, asthma bronchiale, epi-
lepsia).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Engin kona er talin dáin af barnsburði í héraðinu á árinu,
en 1 kona er talin dáin í St. Jósephsspítala vegna graviditas extrau-
terina. Auk þess dó 19 ára gömul stúlka í Landsspítalanum lir barns-
fararsótt. Vansköpuð 4 börn. Eitt þeirra hafði atresia oesophagi &
fistula oesophag'o-trachealis. Var reynt að óperera það í Landsspítal-
anum, en það dó að 9 dög'um liðnum. Annað barnið var holgóma og
hafði skarð í vör. Þriðja barnið hafði sex tær, og voru tvær og tvær
vaxnar sainan. Fjórða barnið hafði pes equinovarus duplex. Auk
þess má tala um fimmta barnið, sem ekki er talið fram í neinni af
ljósmæðrabókunum. Það hafði spina bifida og dó 20 daga gamalt.
Akranes. Barnsfarir hafa oftast gengið með eðlilegum hætti.
Læknir oftast kallaður til þess að deyfa, eða í nokkrum tilfellum
til þess að örva linar hríðir á útfærslutímabilinu. Barnsfararsótt
ekki komið fyrir.
Kleppjárnsreykja. Vitjað 7 sinnum til að herða á sótt eða deyfa.
Ólafsvíkur. 1 tangarfæðng (ennisstaða) hjá fátækri 9 barna
inóður með heilsulausan mann, sem læknarnir liafa ekki viljað gera
ófrjóa, þó að hún hafi sárbænt þá um það. Annars tíðindalaust. 1 til-
felli af eclampsia, en því kom ég ekki nærri.
Búðardals. Þrisvar vitjað til kvenna, aðeins til að deyfa. Er kunn-
ugt um 1 fósturlát utan þeirra, sein Ijósmæður geta um. Enginn
hefur farið fram á aborlus provocatus, og aðeins 1 maður hefur
keypt condomata.
Reykhóla. Viðstaddur fæðingar 6 sinnum, alltaf af litlu tilefni,
nema til deyfingar, sem ég neita aldrei um, þar sem mér finnst
klóróformið til bóta í flestum tilfellum. Vissi um 1 fósturlát, sem
geklc hjálparlaust. Engin kona fór nú fram á abortus provocatus.
Ekki er mér kunnugt um, að hér séu notuð anticoncipientia.
Patreksfj. 9 sinnum vitjað til konu í barnsnauð. Aldrei neitt alvar-
lcgt að, oftast aðeins ósk um deyfingu.
Bildudals. Fæðingar með mesta móti. Vitjað 14 sinnum til fæð-
andi kvenna. Tvisvar sat ég yfir sjálfur vegna fjarveru Ijósmóður,
tvisvar vegna blæðinga og einu sinni vegna sóttleysis, en annars til