Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 102
100
út af b/v Viðey og drukknaði. M. O. H. stýrimaður, Víðimel 19, féll
23. maí út af b/v íslendingi og' drukknaði. Maður frá Siglufirði (S.
B.) drukknaði hér í höfninni í janúar. Líkið fannst í marzmánuði.
Hinn 3. júní drukknaði veitingaþjónn héðan úr bænum (S. S.) í
Þingvallavatni. G. B., 67 ára, drukknaði 6. des. innan við höfnina.
Líkið fannst i Rauðarárvíkinni. Umferðarslys voru nokkur. Af völd-
um áfeng'isnautnar beint eða óbeint létust á árinu í héraðinu að
minnsta kosti 9 manns, þar af 2 útlendir karlmenn. Annar, 44 ára,
dó úr bráðri áfengiseitrun um borð í skipinu, sem hann var á. Hinn,
26 ára, féll í sjóinn milli skips og bryggju og hlaut marga ávei’ka,
meðal annars hauskúpubrot. 4 urðu úti vegna ölvunar. 43 ára karl-
maður fannst dauður í girðingu. 28 ára karlmaður hvarf í október
1946. Líkið fannst svo 1. jiili 1947 nálægt Reynisvatni. 47 ára karl-
maður, heimilisfastur hér í bænum, féll ölvaður niður stiga og fannst
með lífsmarki í anddyri hússins, en andaðist skömmu síðar. Úr
króniskri og bráðri áfengiseitrun dóu 4 karlmenn og 1 kona. Sjálfs-
nxorð eru talin 8. Flest meira háttar slys, sem komu fyrir á árinu í
liéraðinu og' leiddu ekki þegar í stað til bana, munu hafa verið tekin
til meðferðar í sjúkrahúsum bæjarins, einkum þó í liandlækninga-
deild Landsspítalans. Flestir sjúklinganna, sem teknir voru til með-
ferðar, voru sendir heim að lokiixni fyrstu aðgerð. Hér fer á eftir
skrá yfir þá sjúklinga, sem lagðir voru í sjúkrahús bæjarins eða
biðu bana þegar í stað. Skráin er vafalaust hverg'i nærri tæmandi.
Eigi færri en 12 hlutu bana vegna fract. cranii v. baseos cranii. 2
hlutu bana vegna fract. columnae & femoris (pneumonia catari'halis).
Ambustio 9, commotio cerebri 12, contusio variis locis 6, corpora
aliena variis locis 7, lux. humeri 4, menisci 5, ruptura tendinum 3,
vulnus contusum 4, dilaceratum 5, fract. cranii v. baseos cranii
18, columnae 15, costae 4, humeri 9, antibrachii 2, radii 3, pelvis
5, colli femoris 14, femoris 6, patellae 3, cruris 15, fibulae 4, tibiae
6, malleoli 5, calcanei 3, tali 1.
Kleppjárnsreykja. Bifreið steyptist út af brúarsporði á Hvitá hjá
Ferjukoti. Var þar hátt fall niður að ánni og margra metra dýpi.
3 voru í bílnum, og björguðust allir, einn nær dauða en lífi. Bilun
á stýrisútbúnaði olli slysinu. Telpa, 12 ára, hleypti hesti á girðingu
í myrkri og fékk svæsinn heilahristing við fallið, lá noklcra daga
meðvitundarlaus, en varð jafngóð. 10 ára drengur rnissti hálfan
fremsta köggul þumalfingurs, er hestur kippti í taum, sem vafið
var urn fingurinn. 10 ára drengur varð undir vagnhjóli, er hestur
fældist. Hlaut hann skurð inn að beini eftir endilöngum fótleg'g, 25
sm langan. 7 ára telpa var að klifra upp eftir flaggstöng, datt niður
og hlaut ljótt sár utanvert á læri af járnbolta, sem flaggstöngin var
fest með. Suicidium 1 (skotvopn).
Borgarnes. Sjómaður af m/s Eldborg, 32 ára, drukknaði í hafnar-
kví á Englandi. Vulnera incisa 17, contusiones 65, ambustiones 14,
distorsiones 18. Lux. humeri 4, menisci 1, mandibulae 1. Fract. costar-
um 13, digitorum 4, metacarpi 2, claviculae 5, radii 1, Pottii 2, cruris
1, colli femoris 1, femoris 1. Hinn síðast taldi féll ofan af heystæði
í stórri hlöðu. Fract. femoris & fract. antibrachii & vulnera contusa: