Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 45
43
á allt annan veg'. Hann hófst í byrjun nóvembermánaðar, náði há-
marki í byrjun desember, og lauk honum síðast í febrúar. Auk þess
tók hann fullorðið fólk meira en venjulega og jafnvel meira en far-
aldurinn 1945. Tiltölulega flestir sjúklinganna voru milli 20—40 ára.
En það, sem var j)ó einkennilegast við hann, var það, í hve mörgum
sjúlclinganna sjúkdómurinn var bundinn við heilann, medulla oblon-
gata, pons o. s. frv. Andlits- og augntaugar lömuðust oft, sumir fengu
abducenslamanir, gómlamanir o. s. frv. Þetta varð til þess, að mjög
var erfitt oft og tíðum að greina sjúkdóminn frá ýmiss konar heila-
bólgu. Amerískir vísindamenn telja sig hafa sannað það, að til séu
margs konar stofnar af poliomyelitisvirus, og fari sjúkdómsmyndin
oft eftir því. í vissum faröldrum séu ákveðnir stofnar á ferðinni. Þar
sem mænusóttarfaraldur þessi náði 2 mánuði fram á árið 1947, telst
réttara að láta biða að gera fulla grein fyrir honum þar til í árs-
skýrslu fyrir það ár.
Akranes. Varð vart í nóvember (2 tilf.) og desember (1 tilf.). Fyrsti
sjúklingurinn, 4 ára drengur, fékk lömun í annan fótinn. Hjá hin-
uin 2 kom ekki fram lömun, en vegna einkenna að öðru leyti voru
þau talin mænusótt.
Kleppjárnsreykja. Kom upp í Reykholtsskóla i nóvember og sýkti
19 nemendur, flesta á 15—20 ára aldri: Sá, sem fyrstur veiktist, fékk
þindarlömun. Fékk ég stállunga sent með sjúkrabíl frá Reykjavík og
ílutti sjúklinginn í því á Farsóttahúsið, með því að rafmagn var
ótryggt á staðnum. Hann dó á Farsóttahúsinu skömmu síðar. Meðan
beðið var eftir stállunganu, var haldið lífi í sjúklingnum með önd-
unarhreyfingum án afláts. Annar sjúklingur fékk peroneuslömun,
en fleiri veiktust ekki alvarlega.
Rorgarnes. Gaus allt í einu upp í desember. 1 drengur hlaut paralysis
og annað barn lítils háttar lamanir. Sennilega fleiri veikzt, án þess
greint væri.
Reykhóla. Gekk víða um land 1945, þar á meðal í næsta nágrenni
við þetta hérað, í Strandasýslu. Taldi heimilisfólkið á öðrum innsta
bæ í Gilsfirði, að hún hefði sýkt þar tvennt, 12 ára stúlku og 17 ára
pilt, þó svo vægt, að læknis var ekki vitjað. Við skólaskoðnn í Geira-
dalshreppi haustið 1945 kvartaði þessi stúlka um bakverk og slapp-
leika, sem hún taldi afleiðingu af mænusóttinni. Tók ég þetta ekki
alvarlega og gleymdi því, og láðist mér því að geta þess í ársskýrslu
það ár. Seint á árinu 1946 frétti ég, að þau hefðu bæði leitað sér lækn-
inga í Reykjavik vegna afleiðinga mænusóttar og fengið bata af nudd-
læknisaðgerðum.
Þingegrar. 17 ára piltur féklc mjög svæsna lömunarveiki með nokk-
urri andfæralömun, ileus paralyticus og retentio urinae. Var þó vel
á batavegi um áramótin. Eina tilfellið á árinu.
ísafj. 2 tilfelli skráð, en líklegt er, að miklu fleiri hafi tekið veik-
ina. Lamanir lítils háttar, og batnaði til fulls.
Blönduós. 2 karlmenn á miðjum aldri og 2 ungar stúlkur, en ekki
varð veikinnar vart í börnum. Stúlkurnar sluppu vel, en báðir karl-
mennirnir fengu miklar lamanir á fótum.
Sauðárkróks. Maður nokkur, sem hafði reynt á sig, eftir að hann