Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 90
88
lausu. Ekki koma öll kurl til grafar, þvi að hjúkrunarkonan i Súg-
andafirði annast sjúka þar af mikilli samvizkusemi og sparar mér
vinnu og ferðir.
ísafj. Vegna fyrirkomulags læknisþjónustunnar liggja eigi fyrir
skýrar tölur urn aðsókn að læknum, en augljóst er, að hún hefur
verið með mesta móti á árinu. Sjúkrasamlag Eyrarhrepps greiddi
fyrir 820 sjúkratilfelli alls, en það þýðir, að aðsókn að læknum, mið-
að við meðlimatöluna 230, hafi verið 356%.
Hólmavíkur. Aðeins skrásettir þeir einir, sem ég hef séð sjálfur.
En raunveruleg tala ætti að vera talsvert hærri, þar sem ég þarf að
afgreiða meðul og annað símleiðis eða skriflega allt frá Dröngum og
inn að Borðeyri meira hluta ársins.
Ólafsfí. Eins og getið var um í fyrra árs skýrslu, kemur hver sjúlc-
lingur oft og mörgum sinnum. Má segja, að tími minn sé nú að mestu
upptekinn og oft fram á nætur. Sérstaklega er það um hver mánaða-
mót, vegna uppgjörs við samlagið. Ég reikna mér daglega aukavinnu
rúman klukkutíma vegna samlagsins.
Akureyrar. Aðsókn að læknum mikil eins og undanfarandi ár.
Breiðumýrar. Aðsókn sjúklinga eykst frá ári til árs, og einkum fjölg-
ar ferðum. Veldur því betri efnahagur almennings, bættar samgöngur,
og ef til vill eiga sjúkrasamlögin einhvern þátt í því.
Breiðabólsstaðar. Aðsókn að lækni mjög svipuð og síðast liðið ár.
Vestmannaeyja. Héraðsbúar leita til lækna með smátt og stórt á
lækningastofur og sækja þá, og ekki hefur dregið úr þessu síðan
sjúkrasamlagið tók til starfa. Um 80% héraðsbúa leita sér lækninga.
Keflavíkur. Samkvæmt samningi fórum við læknarnir sína ferðina
hvor á viku til Grindavíkur og Sandgerðis og tókum á móti sjúkling-
um og stunduðum sjúklinga í Rauðakrossskýlinu í Sandgerði á ver-
tíðinni.
F. Augnlækning’aferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
um landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Sluilason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir i Revkja-
vík, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Ferðalögum hagað svipað og undanfarin ár. Dvalizt á flestum
stöðum 1—2 daga, nema 3 daga í Stykkishólmi og 9 daga á ísafirði.
Samkvæmt beiðni ibúanna fór ég til Súðavíkur og dvaldist þar hálfan
dag. Eins og' áður víðast mikið að gera, og var reynt að hjálpa og
ráðleggja sjúklingunum, eins og hægt var. í ferðalögum þessum fann
ég 10 nýja glaucomsjúklinga, og margir komu til eftirlits, sem áður
höfðu fengið aðgerð á augum vegna glaucomsjúkdóms. Flestir voru