Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 109
107
tíma, og var þá alll með sömu ummerkjum. Líkin lágu rétt hjá
stórum steini, sem var með nýjum, áberandi merkjum líkt og eftir
skot. Stærsta skellan á við pönnuköku og margar smærri. Miklir
áverkar voru á baki bóndans og öðrum handlegg einnar stúlkunnar,
en annars ekki á líkunum að sjá nema smáa dökka bletti á andlitum.
Enginn efi er á, að um bráðan dauða hefur verið að ræða. Héraðs-
læknir kom þar aftur daginn eftir í fylgd með sýslumanni, ef óskað
yrði eftir nánari líkskoðun, en svo var ekki.
Seyðisfí. Hörmulegt slys henti kaupstaðinn, þar sem 3 ungir menn,
allir uppaldir og heimilisfastir hér, drukknuðu af m/b Öldunni í
fárviðri 9. febrúar í Faxaflóa. Engin alvarleg slys urðu annars á ár-
inu. 70 ára karlmaður með fragilitas ossium og hefur þráfaidlega
brotnað fékk fract. supracondylica humeri dextri við að styðja sig
við slá í fjárhúsi.
Biíða. 22. desember vildi til alvarlegt slys að Streiti í Breiðdal, sem
orsakaðist af sprengingu. 10 ára gamall drengur tengdi „einhvern
hlut“ úr reknu tundurdufli við rafgeymi, og varð við það mikil
sprenging. Við sprenginguna varð drengurinn fyrir miklum áverk-
um, eyðilagðist hægra auga og heyrn á hægra eyra, og einnig missti
hann nær alveg sjón á vinstra auga. Hægri hönd varð einn blóð-
ugur óskapnaður, og stóðu ótal beinflísar út úr. Auk þess voru
djúpir skurðir og sundurtætt sár víða á andliti, einkum enni og
liægri kinn og á hægra upphandleg'g. Taka varð af hægri hönd fyrir
ofan úlnlið. Aðstaða var mjög erfið til slíkrar aðgerðar. Ekki tókst
að fá upplýst, hvernig drengurinn hafði komizt yfir þenna „hlut“,
sem varð honum til slíks tjóns. Fract. claviculae 1: Drengur 12 ára
féll af hestbaki. Fract. humeri 1: Drengur 6 ára hrasaði á hálku.
O’alsvert var um minna háttar skurðsár og' krókstungur.
Hafnar. 25. október drukknaði 3 ára drengur í opinni vatnsþró frá
rafmagnsmótor hér á Höfn. í Borgeyjarslysinu 5. nóvember drukkn-
uðu 2 ungir menn úr héraðinu, 23 ára, Höfn, og 31 árs, Mýrum. 6
ára stúlka fékk lux. cubiti við það, að hestur sló hana. Haemarthros
genus c. distorsione 4. Fall. Distorsio pedis 4, manus dextrae 1. Fract.
costarum 3 tilfelli (byltur), nasi 1 (bylta eða högg in ebrietate?),
complicata fibulae sinistrae c. defectu og vulnus laceratum et contusio
c. defectu cruris 1 (25 ára færeyskur sjómaður fór með fótinn í vél).
Corpora aliena oculi 12. Vulnera smávægileg og ambustiones nokkur
tilfelli. Fract. metatarsi 1. Enn fremur var komið með hálfdrukkn-
aðan og mjög lculdahrakinn mann við sama tilfelli. Tókst að lífga
hann og endurhressa eftir nokkra stund. Báðir ungir menn frá Höfn.
Breiðabólsstaðar. Fract. femoris 1, colli humeri 1, costarum 1,
ulnae sinistrae 1. Combustiones 4. Vulnera 10. Lærbrotið var á 84
ára gainalli konu, þverbrot rétt fyrir neðan miðjan Iærlegg. Greri
vel án styttingar á 8—10 vikum. Lá heima og þefur nú fótavist.
t’pphandleggsbrotið var á 8 ára telpu. Fór vel. Hin brotin fóru einnig
vel. Brunarnir og sárin voru öll fremur smávægileg.
Vikur. Fract. claviculae 2, costarum 3, infractio ulnae 1.
Vestmannaeijja. Meiðsli á börnum eru mjög tið og á unglingum og
fullorðnum við flökun fisks. Á vinnustöðvum eru til „sterilar“