Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 35
33
Búða. Ýniist upp úr kvefsótt eða inflúenzu.
Hafnar. Júnílungnabólgutilfellin upp úr flenzu, hin upp úr kvefi
og virtust láta vel undan súlfadíazíni. Allt var þetta gamalt eða full-
orðið fólk.
Vestmannaeyja. Mest borið á veikinni í börnum 1—5 ára, einkum
upp úr kvefi og inflúenzu. Annars strjálingstilfelli.
Stórólfshvols. Allmargir fengu veikina í sambandi við inflúenzu.
Stundum getur sjúkdómsgreiningin verið vafasöm. Súlfadíazín alltaf
gefið og reynist yfirleitt vel.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli flesta mánuði ársins.
Laugarás. Lungnabólga með minnsta móti þetta ár. Nú er jiað
algengt, að súlfalyf eru til á heimilunum og þá gefin sjúklingunum
án eða með læknisráði, undir eins og grunur leikur á um lungnabólgu.
Sjúklingurinn er svo hitalaus næsta dag. Slíkir sjúklingar koma auð-
vitað ekki á skrá.
Keflavíkur. Er mjög tíð í börnum, en ekki skæð. Þó dó 1 b^irn
úr veikinni.
2. U m t a k s ó 11:
Rvík. Nokkuð bar á taksótt á árinu, einkum um háveturinn. Þó
kvað miklu minna að henni en næsta ár á undan. Fáir eru taldir
dánir úr henni, og er það vafalaust að þakka súlfa- og pensilínlvfj-
unum.
Ólafsvíkur. Taksótt óvenjulega tíð.
Reykhóla. Engin.
Þingeyrar. Pneumonia crouposa er miklu sjaldgæfari en pn.
catarrhalis. Öll tilfellin létu undan súlfalyfjum, og enginn lézt.
Isafj. Aldrei fleiri tilfelli síðan 1931. 2 gamalmenni dóu úr veik-
inni.
Blönduós. Af afleiðingum hennar dó áttræður bóndi, sein fékk
nýrnabólgu upp úr henni.
Sauðái króks. Allir sjúklingar lifðu.
Hofsós. Stingur sér alltaf niður öðru hverju. Ekkert dauðsfall.
Öllum lungnabólgusjúklingunum batnaði fljótt og vel af tbl. sulpha-
diazini, að undanteknum 2 taksóttarsjúklingum, sem voru þungt
haldnir, en á þá verkuðu töflurnar ekkert. Þeim bráðbatnaði aftur við
pensilin.
Dalvíkur. Banamein háaldraðs blindingja.
BreiÖumýrar. Nokkur tiifelli, en öllum batnaði fljótt og vel af
súlfalyfjum. Hcf ég engan sjúkling misst úr þessari veiki, síðan
súlfalyfin komu til sögunnar.
Vopnafj. Aðeins 1 sjúklingur, karlmaður, sem fengið hefur tak-
sótt nokkrum sinnuin áður.
Egilsstaða. 2 karlmenn yfir 40 ára. Batnaði báðum við súlfalyf.
Búða. Verður sem betur fer lítið vart.
Vestmannaeyja. Má heita rnjög sjaldgæf í héraðinu. Súlfaþíazól, sem
við læknar notum mest allra súlfalyfja hél* nú orðið, virðist lækna
veikina fljótt. Ég óska þess oft, að ég hefði haft það til taks, þegar
5