Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 143
141
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Akrcines. Mjólkurbúðir eru nú orðnar 2 í stað einnar, og relcur sama
fyrirtækið báðar. Sú endurbót er á orðin, að sett hafa verið mæli-
tæki í báðar búðirnar í sambandi við mjólkurkerið. Enn fremur
kefur fyrirtækið samið við kunnáttumann íijá Mjólkursamlagi Borg-
arness um að taka sýnishorn af mjólk frá framleiðendum til rann-
sóknar og mats.
Ólafsvílair. Mjólkurframleiðsla ónóg, meðferð misjöfn, mjólkur-
laust að kalla september—nóvember, eða hálfan þriðja mánuð.
Stykkishólms. Hólmarar hafa fækkað kúm undanfarin ár og keypt
mjólk allmikið af Helgfellingum. Atvinna í kauptúninu undanfarið
hefur leitt þetta af sér. Menn álíta ódýrara að kaupa mjólkina en
heyja fyrir kúnum og hirða þær að vetrinum, þegar vinna er á boð-
stólum. Miklhreppingar senda mjólk í mjólkursamlagið í Borgarnesi
tvisvar í viku.
Búðardals. Byrjað var að selja mjólk héðan úr byggðarlaginu til
mjólkursamlagsins í Borgarnesi í desember 1945. Mun hafa verið
selt á árinu um 90000 lítrar, og fer sala vaxandi. Um meðferð mjólk-
ur er ég ekki dómbær, þar eð ég hef ekki kynnt mér slíkt, en heyrt
hef ég, að dýralæknirinn í Borgarnesi hafi farið hér um og athugað
fjós og' skepnur, og að því er virðist ekki fundið neitt athugavert.
Smjörsamlag er hér í Búðardal.
Þingeyrar. Allmargir framleiða mjólk fyrir sig og sín heimili, en
tleiri kaupa þó mjólk frá næstu bæjum. Er stundum nokkur mjólkur-
skortur, sérstaklega í október—nóvember.
Bolungarvíkur. Kúm fjölgar í þorpinu, en geitfé fækkar að sama
skapi. Síðara hluta sumars og framan af hausti er frekar mjólkur-
þurrð, en á vetrum selst ekki öll mjólk. Er þá selt skvr og rjömi.
ísafj. Hafinn er undirbúningur að stækkun mjólkurstöðvarinnar
nieð það fyrir augum, að hægt verði að gerilsneyða alla neyzlumjólk
bæjarbúa, fylla á flöskur og' afhenda hana þannig.
Hölmavikur. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala er heldur að auk-
nst, því að það fer í vöxt, að þorpsbúar hætti að hafa kýr, vegna
þess hve erfitt er að afla heyja og kostnaðarsamt að kaupa hev
langt að. Er það einkum frá 2 bæjum hér í nágrenninu, sem fiutt
er mjólk til þorpsins. Enn eru þó um 40—50 kýr í þorpinu.
Iivammstanga. Engin mjólkursala í héraðinu, neina lítils háttar
nianna á milli á Hvammstanga.
Blönduós. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt, enda var byrjað á að
reisa þurrmjólkurstöð á Blönduósi. Mjólkurþörfin í Höfðakaupstað
jókst mjög bæði vegna þess, að allmargar fjölskyldur fluttust þangað,
og einnig vegna þess, hve margir verkamenn voru þar um stundar-
sakir við byggingu síldarverksmiðjunnar nýju. Gekk þaðan daglega
bíll fram um sveitir allt að 30 km veg til þess að sækja mjólk til
l>ænda, sem fengu kr. 1,20 fyrir lítrann heima við fjósdyr, og var
það góð búbót fyrir ýmsa þeirra. Meðal bændanna er nú mikill