Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 198
196
komulagið í sinni ömurlegu mynd og með sínum vandkvæðum við
líði.
Búðardals. Kennslustaðir munu flestir vera þeir sömu og verið
hafa og eru viðunandi eftir atvikum. Heimavistarskólann að Sæl-
ingsdalslaug sækja nú börn úr Laxárdalshreppi og Hvammshreppi.
Patreksj). Skoðun skólabarna fór fram i byrjun skólaársins, nú
eins og venjulega. Kennslustaðir sömu og áður og aðstaða svipuð.
Þingeijrar. 5 sérstök skólahús í héraðinu og öll góð.
Flateyrar. Skólahús eru enn þau sömu og verið hefur, gott á
Ing'jaldssandi, viðunandi á Flateyri, óviðunandi í Súgandafirði og
ónothæf í Mosvallahreppi. Búið er að grafa fyrir grunni nýs heima-
vistarskóla í Mosvallahreppi, en horfur ekki taldar góðar um fram-
haldið, og á Suðureyri varð ekkert úr byggingu á þessu sumri, eins
og þó til stóð.
Bolungarvíkur. Leikfimissalurinn (gamli barnaskólinn, sbr. árs-
skýrslu 1945) hefur verið gerður vistlegur og málaður innan. í hin-
um nýja skóla, sem byggður var 1945, var í lítilli kompu komið fyrir
Ijósatækjum. Var byrjað að nota ljósin í febrúar 1946 og því haldið
áfram þar til júní sama ár. Var aftur byi’jað að haustinu og tækin
notuð ca. mánuð, en þá biluðu þau og hafa ekki verið notuð siðan.
Var yfirleitt mjög vel látið af árangri ljósanna. Þau voru notuð annan
hvern dag á Ijósatímabilinu. Ljósatækið er háfjallasól.
ísafj. Skólarnir 3 í héraðinu, og fer aðaleftirlitið fram að haust-
inu, en í 2 skólunum eru börnin vegin þrisvar á skólatímabilinu og
fylgzt með þroska þeirra. Skólahúsin yfirleitt sæmileg, og nú orðin
ágæt hér á ísafirði, eftir að lokið var viðgerð og stækkun á barna-
skólanum, sem staðið hefur yfir 2 síðast liðin ár. Á árinu var á ný
byrjað að gefa börnum ljósböð í skólanum, en lýsisgjafir hófust eftir
áramótin. Gagnfræðaskólinn hefur verið stækkaður um helming, og
getur hann nú tekið efsta bekk barnaskólans, í samræmi við hina
nýju fræðslulöggjöf. Var byrjað að framfylgja henni þegar í haust,
en við það rýmkast í barnaskólanum, sem áður var að verða of lítill.
Iðnskólinn starfar sem kvöldskóli í barnaskólahúsinu, en Húsmæðra-
skólinn mun fá ný og fullkomin húsakynni á næsta skólaári.
Ögur. Auk Súðavíkur- og Reykjanesskólans er nú aðeins einn skóli
eftir í Inn-Djúpinu, þ. e. í Lyngholti á Snæfjallaströnd. Þar er að-
búnaði að mörgu leyti ábóta vant, t. d. eru skólaborðin svo úr sér
gengin, að þau tolla naumast saman, og er mér ráðgáta, hvernig
hægt er að læra að draga til stafs við slíka aðstöðu. Annars ætti
þessi skóli fyrir löng'u að vera lagður niður og' börnin flutt í Reykja-
nesið, eins og ég hef oft áður minnzt á. í Reykjanesinu eru nú þegar
3 hreppar sameinaðir um skólahaldið. Þar eru og 3 kennarar með
skólastjóra, en börnin sorglega fá, aðeins 20, en gætu verið 40—50.
Eins og ég hef áður minnzt á, eru nú komin upp mikil skólamann-
virki í Reykjanesi, en illa hefur gengið að fullgera þau. Eiginlega
er aðeins aðalskólahúsið eitt fullgert. Ófullgerð eru enn hús handa-
vinnunnar, baðklefarnir og heimavistin, og staðið við það sama í
2—3 ár. Liggur nú heimavistarhúsið undir skemmdum. Það eitt var
byggt úr timbri, sem flutt var úr gömlu húsi á Langeyri í Álftafirði.