Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 24
22
Egilsstaða. Meira og' minna allt árið, en langmest vor og' haust.
Seyðisjj. Eins og oftast áður er kvefið efst á lista farsótta.
Búða. Er hér alltaf jafn líð og þrálát.
Hafnar. Tala skráðra sjúklinga ber vitni um mjög rýrar heimtur,
miðað við það, að hver einstak'ingur þvkist munu fá kvef a. m. k.
tvisvar á ári.
Breiðabólsstaðar. Gekk helzt í jxiní—júlí ásamt infliienzu.
Víkur. Dreifð á alla mánuði ársins. Slcráð tiifelli í marz kunna að
hafa verið inflúenza að einhverju leyti, en hún gekk næstu mánuði.
í nóvember gekk aftur vonzku kvef.
Vestmannaeyja. Gerði vart við sig í öllum mánuðum ársins, en
einkum þó í vor, síðla hausts og unclir áramótin. Lagðist einkum á
börn, sem oft fengu háan hita með veikinni, en fullorðnir urðu betur
úti. Voru ungir og gamlir lengi að ná sér eftir veikina og oft á tíð-
um eftirköst. Nokkuð bar á, að börn fengju kveflungnabólgu upp xir
veikinni.
Stórólfshvols. Slæðingur af kvefi allt árið, svipað og vant er, sér-
staklega í krökkum og svo rosknum karlmönnum, sökum asthma og
heymæði, sem er að verða mörgum öldruðum mönnum mjög erfið og
þungbær veiki.
Eyrarbakka. Mörg tilfelli mánaðarlega allt árið.
Laugarás. Nokkur kvefsótt aJIt árið, aldrei illkynja.
Keflavíkur. Viðloða allt áiúð, en inest bar á veikinni fyrra hluta
ársins og svo aftur um haustið. Um sumarmánuðina lá hún að mestu
niðri. Er ekki ósennilegt, að veðrátta hér á Suðurnesjum skapi góðan
jarðveg fyrir kvefsóttina. Mjög lítið er hér um staðviðri og stillur,
en oftar eru umhleypingar og’ úrkomur og stormar mjög tíðir.
3. Barnaveiki (diphtheria).
Töflur II, III og IV, 3,
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 8 „ 4 4 9 11 63 1 1 3
Dánir ........ 2 „ „ 1 1 1 2 „ „ 2
Gerði aðeins vart við sig í Reykjavík, og eru þar skráð 3 tilfelli.
Kvaddi sér þar dyra illkynjuð tegund veikinnar, en varð kveðin niður
eflaust fyrir hinna víðtæku bólusetningu barna í höfuðstaðnum und-
anfarin ár. Taka nú og fleiri og fleiri staðir upp slíka bólusetningu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Hinn 23. júlí var héraðslækni tilkynnt, að 10 ára gömul
stúlka væri veik af svæsinni barnaveiki. Héraðslæknir fór þegar í
stað þangað, sem barnið átti hcima, en það var á Grímsstaðaholti, og
sannfærðist um, að um afarsvæsna barnaveiki væri að ræða. Var
sjúklingurinn háfebríl með öedema niður á thorax beggja vegna.
Ekkert barnaveikisserum var við hendina. Héraðslæknir ákvað, að
sjúklingurinn skyldi tafarlaust fluttur í sjiikrahiis. Síðara hluta