Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 222
220
andi gagnrýni á heilbrigðissamþykkt Reykjavíknr, er hér fara á
eftir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tók þá stefnu varðandi heilbrigðissam-
þykkt sína að vilja helzt víkja sér undan því að eiga noltkurn þátt í
setningu hennar. Gerði hún samþykkt um að æskja þeirrar skipunar,
að heilbrigðisstjórnin setti öllum kaupstöðum landsins sameiginlega
lieilbrigðissamþykkt. Þriðja bréfið, sem hér fer á eftir, hefur að
geyma umsögn um þá uppástungu.
Um heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur.
Bréf lctndlæknis til dómsmálaráðuneytisins 4. júlí 19í9.
Til svars bréfi ráðuneytisins, dags. 28. f. m., viðvíkjandi heilbrigðis-
samþykkt Reykjavíkur, sem hér með endursendist í próförk, vísa ég
til ýtarlegra samræðna við ráðuneytið og staðfesti hér á eftir aðal-
atriði athugasemda minna:
I. Þegar lagfært hefur verið efnislegt ósamræmi og óskýrt orða-
lag á stöltu stað, er það ekki stórvægilegt, sem ég' hef við efni sam-
þykktarinnar að athuga, enda hygg' ég', að fátt orki verulega tvímælis
annað en það, sem endalaust má þrátta um: hve ýtarleg hin einstöku
fyrirmæli þurfi og' eigi að vera. Um nokkur atriði ná fyrirmælin lítið
lengra en að tekið er fram, að það eða það heyri undir afskipti heil-
brigðisnefndar. Vegur slíkt að vísu ekki þungt, allra sízt, þegar urn
heilbrigðislega mikils varðandi efni er að ræða, en að sama skapi er
meira átt undir árvekni heilbrigðisnefndar — sums staðar ef til vill
full mikið. Þá má og lengi deila um, hve lcröfur þær, sem nákvæmlega
eru skilgreindar, eigi að vera ríkar um einstök atriði. En beygja
verður sig fyrir þeirri nauðsyn að miða ekki eingöngu við það, sem
reyndar er æskilegt, heldur einnig hi-tt, að tök séu á að fullnægja
kröfunum við núverandi aðstæður. Er þá vel, að ákvæði samþykktar-
innar ýti á eftir því, að sótt verði til meiri og meiri fullkomnunar,
og til þess ætla ég að þau megi endast yfirleitt, ef röggsamlega verður
á haldið og eftir gengið. Er þá og' hægurinn hjá að herða á kröfunum,
eftir því sem aðstæður breytast. Efnisatriði verður að telja það, að í
samþykktina vantar með öllu erindisbréf heilbrigðisfulltrúa, sem þar
á að vera samkvæmt skýrum fyrirmælum laga nr. 35/1940, 3. gr., 19.
II. Meira hef ég að athuga við form samþykktarinnar og svo mikið,
að ég tel mér elcki fært að mæla með staðfestingu hennar, nema fram
fari gagnger endurskoðun á henni með tilliti til þeirra formgalla, sem
gerð verður g'rein fyrir hér á eftir:
1. í gildi eru fyrir allt land ekki aðeins lög, heldur ýtarlegar reglu-
gerðir, þar sem kveðið er á um fjöldamörg heilbrigðisleg efni, sem
áður átti hvergi heima nema í heilbrigðissamþykktum. Nefni ég hér
einkum til þessi lög og reglugerðir:
Um vinnustöðvar: Lög nr. 24/1928 og tilheyrandi reglugerðir nr.
10 og 56/1929, nr. 15/1934 og' nr. 95/1941.
Um skóla og kennslustaði: Lög nr. 34/1946 (55. gr.) og lög nr.
66/1939 (9. gr.).