Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 224
222
íir reglugerðir, sein einmitt hafa verið settar fyrir landið í lieild með
tilliti til þess, að óþarft væri, að hvert einstakt bæjar- eða sveitar-
lelag hefði uin þau efni sérsamþykktir. Þó að heilbrigðissamþykktir
geti vel orðið á annað hundrað, er þessi pappírs- og prentsvertu-
eyðsla ekki það, sem aðgæzluverðast er í þessu sambandi. Engin teið
er að endursegja með breyttum orðum ýtarlega sundurgreint laga-
efni, án þess að meira eða minna fari á milli mála um skiining á orða-
Jagi, og hefur ráðuneytinu orðið ljóst við athugun samþykktarinnar,
hvers þar er að gæta. Má fara nærri um, til hvers glundroða það hlýt-
ur að leiða að stofna til jafnvel meira en hundrað slíkra endursagna,
er hver væri að meira eða minna leyti með sínu orðalagi. Mundi ég
vilja leiða hest minn frá að eiga að hafa þar á nokkurn hemil. Hér
eru hin sjálfsögðu vinnubrögð þau að láta sér nægja að vitna í heil-
brigðissamþykkt til hinna almennu reglugerða og bæta því einu við,
sem ástæða þykir til að skilgreina ýtarlegar eða krefjast til viðbótar.
Legg ég hér með lauslega samið sýnishorn af slíkum stílsmáta
(fylgiskjal A).
Að sjálfsögðu ætti heilbrigðisstjórnin að gefa út í bæklingi öll lög
og almennar reglugerðir ríkisins varðandi heilbrigðiseftirlit, og væri
sá bældingur látinn fylgja hverri heilbrigðissamþykkt.
2. Það lengir einnig samþykktina að óþörfu, auk þess sem það er
óhöndulegt, hve víða er tekið fram, að heilbrigðisnefnd geti gert ýtar-
legri kröfur um einstök atriði en greinir þar og' þar í samþykktinni.
Færi betur á að ákveða þetta einu sinni fyrir allt í sérstakri lagagrein.
Legg ég hér með uppkast að slíkri grein (fylgiskjal B).
3. Málfæri samþykktarinnar er hér og þar ábóta vant og illa gætt
samræmis um skammstafanir, skipun greina í liði (sumum greinum
skipt í töluliði, öðrum i bókstafaliði o. s. frv.), og annars þess, er
heyrir undir sómasamlegan frágang til prentunar, en ekkert af því
er stórvægilegt.
III. Þá er ég í upphafi hafði fengið samþykktina til athugunar og
mér gefizt tóin til að kynna mér hana, gerði ég, eins og ráðuneytinu
er kunnugt, fyrirsvarsmönnum Reykjavíkurbæjar þegar kunna af-
stöðu mína, og með því að eigi var um teljandi efnisatriði að ræða,
stakk ég upp á, að samþykktin yrði í samráði við mig og með minni að-
stoð lagfærð í flýti og kyrrþey, án þess að endursenda hana á venju-
legan hátt með athugasemdum, sem ég’ hugði, að tefja mundi af-
greiðsluna, en á þá töf þótti mér litlu bætandi. Auðvitað var til ætl-
azt, að samþykktin yrði að lagfæringunni lokinni borin undir bæjar-
stjórnina, áður en hún yrði staðfest. Mér bárust þau orð frá borgar-
stjóra, að hann féllist á þessa uppástungu, en mót von minni hefur
ekkert orðið úr framkvæmdum, þrátt fyrir milligöngu ráðuneytisins,
sem nú hefur mjög lengi haft málið í sínum höndum. Er mér alger-
lega óljóst, hvað þessu getur valdið. Milligöngumaður milli mín og
horgarstjóra var Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir, en hann er
aðaltrúnaðarmaður ráðandi meira hluta bæjarstjórnarinnar um heil-
brigðismál og á sæti í heilbrigðisnefnd. Ber okkur í aðalatriðum ekk-
ert á milli um afstöðu til samþykktarinnar.