Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 9
7
sæmilegur um sumarið, en sá atvinnutími of stuttur til að hafa veru-
leg áhrif á ársafkomuna.
SeyðisQ. Afkoma yfirleitt góð, peningar miklir meðal manna, jafnt
fullorðinna sem barna og sérstaklega unglinga. Atvinna mikil og vel
borguð allt sumarið, en að vetrinum er hún minni, og þurfa sjó-
menn þá að sækja suður á land, og' þykir það mikill ókostur.
Vestmannaeyja. Afkoma fólks mun yfirleitt hafa verið sæmileg,
en þó er eins og farið sé að koma þefur af atvinnuleysi með köflum.
Selfoss. Hagur bænda mun aldrei hafa verið jafngóður og á þessu
ári. Þrátt fyrir fólkseklu komu þeir búrekstri sinum af. Má þakka
það mjög auknum vélakosti á ýmsum sviðum.
Laugarás. Fjárhagsafkoma almennings góð, eins og undanfarin
ár, þrátt fyrir fækkandi liendur, sem starfa. Vélanotkun bætir það
upp og vel það, þar sem þær eru notaðar
Iíeflavikur. Efnahagur sjómanna og verkamanna fer áreiðanlega
batnandi sökum góðs afla, stöðugrar atvinnu og hás kaupgjalds.
Kemur það einkum fram i auknum íbúðarhúsabyggingum, og fólk
ann sér hetri lífskjara, því að allir virðast hafa nóg fyrir sig að
Jeggja.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.1)
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok 1946 132750 (130356 í árslok
1945). Meðalfólksfjöldi samkvæmt því 131553 (129074)2).
Lifandi fæddust 3434 (3434) börn, eða 26,1%0 (26,6%0).
Andvana fæddust 70 (65) börn, eða 20,0%o (18,6%0) fæddra.
Manndauði á öllu landinu 1121 (1179) menn, eða 8,5%0 (9.1%0).
Á t. ári dóu 98 (118) börn, eða 28,5%0 (34,4%0) lifandi fæddra.
Hjónavigslur 1040 (1037), eða 7,9%0 (8,0%o).
/ Reykjavík var mannfjöldi í árslok 48954, eða 36,9% allra lands-
búa (46578, eða 35,7%).
Dánarorsakir eru samkvæmt dánarskýrslum, sem hér segir:
Farsóttir:
Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus) .................. 4
Barnaveiki (diphtheria) .................................... 2
Barnsfararsótt (febris puerperalis) ........................ 1
Gigtsótt (febris rheumatica) ............................... 2
Iðrakvefsótt (gastroenteritis acuta) ....................... 8
Inflúenza .................................................. 7
Lungnabólga (pneumonia)
Kveflungnabólga (pn. catarrhalis) ................. 37
Taksótt (pn. crouposa) ............................ 10
Óákveðinnar tegundar (pn. incerti generis) ........ 11
------ 58
1) SamUvæmt upplýsingum Hagstofunnar.
2) Um fólksfjölda í einstökum læknishéruðum, sjá töflu I.