Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 205
203
Breiðabólsstnðar. 5 deildir hér starfandi úr Slysavarnafélagi ís-
lands. Um starfsemi þeirra er mér ókunnngt.
Vestmannaeijja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarna-
deildin Eykyndill starfa hér að þessum málum eins og undanfarið.
Varðskipið Ægir, sem undanfarin ár hefur verið hér við björgunar-
störf á vetrarvertíð, var erlendis til viðgerðar á vertíðinni. Þótti stund-
inn illt, að ekki var álíka traust skip og hann til björgunar og eftir-
lits í verstu ofsaveðrunum. Varðbáturinn Óðinn, sem hér var í hans
stað, er of lítið og ekki nægilega traust skip til þessara hluta í mestu
illveðrunum, en þá duga aðeins beztu sjóskipin og þau, sem hrað-
skreið eru.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. Tannlækningar eru engar í héraðinu. Bílfært er að
sumrinu til ísafjarðar, og situr þar tannlæknir. Hefur fólk hér því
ekki ýkja slæma aðstöðu, livað tannviðgerðum við kemur, en samt
er sú aðstaða litið notuð.
ísafj. 1 tannlæknir starfar hér í bænum eins og undanfarin ár, og
er hann einnig ráðinn skólatannlæknir, en sjúkrasamlagið styrkir
tannviðgerðir barna og unglinga á móti bænum, svo að nú fá þau
tannviðgerðir ókeypis til fullra 17 ára.
Hólmavíkur. Tannlæknir kemur hingað aldrei, og er það mjög baga-
legt. Tannsmiður kemur aftur á móti árlega hingað, og er alltaf nóg
fyrir hann að gera.
Blönduós. Tannlækningar hafa ekkert verið stundaðar hér hin síð-
ari ár. Jón læknir Jónsson fékkst allmikið við þær í sína tíð, og fyrst
eftir að ég kom í héraðið, stundaði ungfrú Margrét Hemmert hér tann-
siníð, en síðar giftist hún og fluttist til Sauðárkróks. Ég hel’ einu sinni
flekað Sonnenfeld tannlækni og í annað skipti tannsmið til að koma
hingað, en hvorugur þeirra mun brenna sig á sama soði, því að aðsókn
að þeim var lítil, enda koma þeirra varla auglýst með nægum fyrir-
vara. Hér er því oftast höfð sú hrossalækning að draga lir skeinmdar
lennur, og tók ég um 450 tennur á jiessu ári. 1 því er vitanlega inni-
falin hreinsun á nokkrum munnum.
Sauðárkrólcs. Enginn tannlæknir komið hér í ár til að starfa, svo að
þeir, sem vilja láta gera við tennur sínar, verða að fara til Akureyrar
eða Reykjavíkur. Frú Margrét Hemmert starfaði eins og að undan-
förnu að tannsmiðum og hafði mikið að gera.
Grenivikur. Yfirleitt eru tennur dregnar, þegar þær fara að valda
óþægindum. Þó lætur nokkuð af yngra fólkinu gera við þær.
Egilsstaða. Aðstaða fólks lil að fá gert við tennur mjög erfið, enda
oftast látið slarka, þar til sjúklingi leiðast kvalirnar, og þá er tönnin
tekin. Tannlæknir er á Eskifirði, en hann er oft á ferðalagi á öðrum
fjörðum og langsótt að komast til hans. Hann var á Eiðum nær viku-
tíma um haustið, að frumkvæði skólastjóra, og gerði við tennur
nemenda.
Breiðabólsstaðar. Tannsmiður dvaldist á læknissetrinu i 2 vikur og
smíðaði tennur í fólk.