Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 59
57
fleira fólki, er héraðslæknir stefndi þangað. Ekkert tilfelli fannst,
sem grunað var um virka beklaveiki.
Ólafsfi. 1 nýr sjúklingur skráður, einn kennarinn við barnaskólann
hér. Kom til mín í byrjun október af því tilefni, að hann hóstaði
U{)]) blóði. Hafði verið á síldveiðum um sumarið, og fyrst er hann
fór í báta, hafði hann einnig hóstað upp blóði, en þá mun meira.
Hann gaf þessu ekki gaum þá, hélt það vera af áreynslu. Við skyggn-
ingu reyndist hann hafa þrota í vinstra lunga. Sendi ég hann til
myndatöku til Siglufjarðar, og' styrktist þá grunur um cavernu. Eg
fékk þegar ri’un á Kristnesi fyrir hann, og reyndist hann smitandi.
Heppilegt var, að hann var ekki farinn að umgangast börnin. Hann
átti 4 ung börn, og' g'erði ég tvisvar berklapróf á þeim fyrir áramót,
og reyndust öll neikvæð. Nú brá svo við, að 2 telpur á Kleifum
voru jákvæðar við berldapróf, en þar hefur ekkert jákvætt barn
verið svo árum skiptir. Báðar úr saina húsi, en sín frá hvoru heimili.
Heimilin barnmörg. 5 systkini jieirra í skóla reyndust öll neikvæð.
Því líkindi til, að smitunin sé aðfengin, þar sem telpurnar eru elztu
börnin á skólaaldri og fara helzt að heiman. Eg skyggndi báðar, og
var ekkert við þær að athuga. 2 börn í barnaskóla kaupstaðarins,
nýkomin í skólann, voru jákvæð. Um annað þeirra vissi ég, að það
var neikvætt áður. Ekki vitað um smitun. Ekkert sást við skyggningu.
Dalvikur. 1 endurskráður kom af hælinu í sumar og hefur farið
sniábatnandi, en er samt óvinnufær enn. 1 fór þeg'ar á Kristneshæli.
Annar aðfluttur frá Akureyri, og' fær þar áframhaldandi loftbrjóst-
meðferð á 3—4 vikna fresti. Berklaveiki verið í fjölskyldum hinna
tveggja. Heimilisfólk þeirra prófað og' gegnlýst, en ekkert virkt
fannst. Á öllum börnum og unglingum, svo og kennurum, var gert
berklapróf (percutan Vollmer) og hinir jákvæðu flestir sendir til
gegnlýsingar. 3 börn voru jákvæð í fvrsta sinn, 1 í Hrísey, 2 á Dal-
vík. Voru þau sérstaklega athuguð ásamt heimilisfólki þeirra. Snemma
vetrar veiktist 1 skólabarn í Hrísey af þrimlasótt. Það hafði verið
neikvætt við skólaskoðunina, en reyndist nú mikið jákvætt. Gegn-
lýsing leiddi síðar í Ijós talsverða hilitis.
Grenivíkur. I kona dó úr lungnaberklum. Hafði verið rúmföst lengi.
Annar berklasjúklingur héðan dvelst á vinnuheimilinu Reykjalundi,
en var áður á Kristneshæli.
Breiðumýrar. 2 nýir sjúklingar á árinu lagðir inn á Kristneshæli,
Þórshafnar. 1 lúpussjúklingur fór til Reykjavíkur til lækninga og
batnaði vel. Annar með smitandi lungnaberkla, sem verið hafði á
skýlinu, fór til skurðaðgerðar á Akureyri og dó þar.
Vopnafi. Enginn sjúklingur í héraðinu með ágenga berkla, svo að
vitað sé. Berklayfirlæknirinn kom hingað ásamt aðstoðarmönnum
sínum i rannsóknarför 26. maí á varðskipinu Ægi. Gegnlýstir voru
hér og á Hámundarstöðum 57 menn. Af þeim reyndust 26 eðlilegir
við gegnlýsingu, 29 með tbc. vet. og 2 grunsamir. Hinir grunsömu
voru kona, 55 ára, gamall berklasjúklingur, sem áður hafði dvalizt
á Kristneshæli, og þriggja ára barn berklaveikrar móður, sem andaðist
á Kristneshæli 1945. Til undirbúnings berldaskoðuninni, sem að
framan getur, hafði ég gert berklapróf á 64 börnum í kauptúninu og
8