Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 120
118
fyrir því, aÖ læknir setjist að í Ögurvík, því að þar og í Nesinu eru
nú aðeins eftir 2 heimili byggð af 12 fyrir 4—5 árum. Þar er og eng-
inn farkostur lengur, en voru 7 trillubátar fyrir 4 árum.
Hesteijrar. Héraðið læknislaust ailt árið, og' þjónaði héraðslæknir-
inn á fsafirði því ásamt sínu héraði. Engin ljósmóðir i Sléttuhreppi,
en 2 i Grunnavíkurhreppi.
Hólmavíkur. Ljósmæðravandræðin batna ekki. 1 skipuð ljósmóðir
í héraðinu. Er það roskin kona, sem lcemst varla yfir að sinna meira
en sínu eigin umdæmi, því að hún er orðin lítt fær til ferðalaga. Þó
liefur hún verið sett til að gegna Kaldrananeshreppi ásamt sínu um-
dæmi. En það getur hún alls ekki, enda eru það hinar og þessar kon-
ur, sem taka á móti börnunum þar. Og þær semja engar skýrslur,
enda árangurslaust að biðja um slíkt. í Fells- og Ospakseyrarhreppi
er líka ljósmóðurlaust. Þó fengust á endanum 2 gamlar ljósmæður,
sem hér búa, til þess að gegna þar.
Blönduós. Ljósmóðirin í Svínavatnsumdæmi lét af störfum í árs-
byrjun, og var umdæmi hennar lagt undir Ijósmóðurina á Blönduósi,
sem nú gegnir svæði, sem áður var skipað 5 ljósmæðrum. Verða því
flestar vanfærar konur framan úr héraðinu að koma hingað út á
Blönduós til þess að verða léttari, því að að öðrum kosti er engin
leið til að tryggja þeim viðunandi stundun í sængurlegunni. Ivomið
hefur til tals að reyna að útvega aðra ljósmóður hingað á Blönduós,
svo að jafnan geti önnur farið út um sveitirnar, þegar þörf krefur.
Ekki hefur þó orðið úr þessu enn, en ef til vill er það skársta lausnin
á þessu máli. Það hefur reynzt okkur héraðslæknunum hér á Norð-
vesturlandinu til mikilla þæginda að hafa fastan aukalækni á starfs-
svæði okkar, enda hefur nú undanfarin ár verið hægt að strjúka hendi
um frjálst höfuð endrum og sinnum með því að fá hann til að gegna
fyrir sig á meðan. Er það mikill munur eða var áður en hann fékk
þessa stöðu.
Sauðárkróks. Ein ljósmóðirin gegnir enn þá 3 umdæmum, og er
útlit fyrir, að svo verði framvegis, meðan hún þá fæst til þess (segir
ekki alveg af sér).
Dalvíkur. Ljósmóðirin í Hrísey sagði af sér vegna heilsubrests.
Svipuð saga mun endurtaka sig á Dalvík á næsta ári. Sótthreinsunar-
maður Árskógshrepps er látinn, en starfsbróðir hans í Hrísey burt-
fluttur. Drög eru lögð til þess að fá nýja starfsmenn í þessi auðu
skörð.
Akureyrar. Fyrra hluta aprílmánaðar fór Jóhann Þorkelsson hér-
aðslæknir í 1 árs námsferðalag og var ca. 4 mánuði í skandínavisku
löndunum, en 8% mánuð í Bretlandi með námsstyrk frá British
Council, og lagði j>á sérstaklega stund á að kynna sér nýjungar í heil-
brigðisfræði og um farsóttir. Héraðslæknissstörfum gegndu í fjar-
veru héraðslæknis Stefán Guðnason og Jón Geirsson, læknar á Ak-
ureyri.
Egilsstaða. Þorsteinn Sigurðsson cand. med. var ráðinn aðstoðar-
læknir frá 1. maí samkvæmt lögum nr. 52 30. júní 1942. Samkvæmt
heimild í sömu lögum var hann í þjónustu nágrannalækna frá sept-
cmberbyrjun til jóla. Ekki mundi veita af að hafa fastan aðstoðar-