Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 223
221
Um matvælagerð og matvælasölustaði: Lög nr. 24/1936 og almennar
reglugerðir nr. 49/1936 og nr. 17/1939 auk fjölda regugerða um ein-
stakar vörur, þar á meða! hin ýtarlega mjólkurreglugerð nr. 136/1946,
reglugerð um rjómaís nr. 57/1941, um kjötvörur nr. 185/1940 og um
fiskvörur nr. 186/1940.
Um gistihús: Lög nr. 21/1926.
Um sjúltrahús og lækningastofnanir: Lög nr. 30/1933.
Um skip: Lög nr. 78/1938 og lög' nr. 38/1942.
Um kirkjugarða og meðferð líka: Lög nr. 64/1932, lög nr. 42/1913
og reglugerð nr. 24/1936.
Ákvæðum í þessum almennu lögum og reglugerðum verður ekki
breytt nema á mjög takmarkaðan hátt með ákvæðum í heilbrigðis-
samþykktum. Engin ákvæði samþykktanna mega vera vægari, enda
lilýddi ekki, því að þá giltu eftir sem áður hin almennu ákvæði. Höfuð-
viðfangsefni samþykktanna hlýtur þvi að vera að í'y! Ia út í eyður
hinnar almennu lagasetningar. Ber þeirn fyrst og fremst að fjalla um
þau atriði, sem hin almennu lög og reglugerðir taka enn ekki til, en
að sjálfsögðu má auka við liin almennu ákvæði og herða á þeim, ef
nauðsyn þykir bera til.
Þrátt fyrir skýr fyrirmæli laga nr. 35/1940 um að gæta í heil-
brigðissamþykktum fyllsta samræmis við hina almennu lagasetningu
og þó að vitnað sé til hinna helztu hlutaðeigandi laga og almennu
reglugerða til frekari ábendingar, sér þess hvergi beinlinis stað í sam-
þykktinni, að slík heildarlagasetning sé til. Ef við svo búið yrði látið
standa, yrði það bagalega villandi fyrir almenning, sem búa á við
samþykktina og' hafa hana sér til leiðbeiningar. Meðal annars er hvergi
getið annarra aðila að heilbrigðiseftirliti en heilbrigðisnefndar, og'
mætti virðast, að fyrir öllu væri séð með því að eiga skipti við hana
eina. En því fer mjög fjarri. Samkvæmt hinum almennu lögum er
undir aðra aðila, einkum lögreglustjóra, en jafnvel einnig til sjálfrar
ríkisstjórnarinnar, að sækja um leyfi til að setja á stofn og reka
fjölda heilbrigðisstofnana og fyrirtækja, sem háð eru heilbrigðiseftir-
liti. Hér ber nauðsyn til að samræma á hagfelldan hátt íhlutun ríkis-
valdsins annars vegar og afskipti heilbrigðisnefndar fyrir hönd hlut-
aðeigandi bæjarfélags hins vegar. Eðlilegt virðist að gera það með því
að ákveða, að umsóknum um slikar ríkisheimildir skuli jafnan fylgja
umsögn heilbrigðisnefndar, eða að stofnun eða fyrirtæki megi ekki,
þrátt fyrir fengna ríkisheimild, taka til starfa fyrr en heilbrigðisnefnd
hefur tekið stofnunina (fyrirtækið) út og talið hana fullnægja sett-
um skilyrðum, nema hvors tveggja væri krafizt, og mundi það reyndar
liagkvæmast og um leið tryggast.
Á hinn bóginn hefur sú óþarfa fyrirhöfn verið höfð við samningu
samþykktarinnar að endursegja með meira eða minna breyttu orða-
lagi jafnvel hinar ýtarlegustu almennu heilbrigðisreglugerðir, sem
fyrir eru í gildi. Lengir [tella samþykktina úr öllu hófi, og væri sök
sér, ef um þessa einu samþykkt væri að ræða. En heilbrigðissam-
þykkt Reykjavíkur hlýtur að verða, enda er ætlað að verða, fyrirmynd
annarra slíkra samþykkta, bæði um form og efni, og tekur þá í hnúk-
ana að prenta upp í Stjórnartíðindum í tuga tali áður birtar almenn-