Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 34
32
Læknar láta þessa getið:
1. Um kveflungnabólgu:
Rvík. Allmikið kvað að lcveflungnabólgu, aðallega fyrra hluta árs-
ins, einkum í sambandi við kvefsóttina. Úr lungnabólgu eru aðeins
24 dánir, flestir úr kveflungnabólgu.
Akranes. Fylgdi í kjölfar inflúenzu og kvefsóttar í marz—april og
október—desember.
Kleppjárnsreykja. Allmörg tilfelii, þ. á m. 2 börn með kikhósta-
lungnabólgu. Ekkert dauðsfall úr lungnabólgu.
Stykkishólms. Nokkur kvefiungnabólgutilfelli skráð. Öllum sjúk-
lingunum batnaði. Súlfalyfin mikið notuð og reynast vel.
Búðardals. Mest bar á veikinni í maí. 2 börn dóu úr veikinni. Tókst
ekki að bjarga þeim, þótt notuð væri við þau bæði súlfa- og pensilín-
meðferð. Bæði veikbyggð, og hafði annað barnið nýlega fengið iungna-
bólgu, en hitt hafði í 3 vikur áður verið með dálítinn hita.
Reykhóla. Upp úr inflúenzu. Væg. Súlfalyf.
Bíldudals. Lítið um lungnabólgu á árinu.
Þingeyrar. Kom nokkrum sinnum fyrir.
Bolungarvíkur. 1 barn er talið með kveflungnabólgu.
Ögur. Öllum batnaði við súlfalyf.
Hólmavikur. Kveflungnabólga stakk sér niður i kjöifar kvefsóttar.
Hvammstanga. Talsverð brögð að lungnabólgu. Allir sjúklingarnir
fengu súlfalyf, venjulega súlfadíazín, en stundum súlfaþíazól. Bæði
lyfin reyndust nokkurn veginn jafn örugg, en súifaþíazól þoldist varla
eins vel, olli stundum ógleði, og í eitt skipti haematuria og verkjum
í baki. Sjúklingurinn gætti þess ekki að drekka nægjanlega mikið,
meðan hann notaði iyfið. Þá fengu nokkrir sjúklinganna ascorbin-
sýru.
Blönduós. Gerði nokkuð var við sig, einkum upp úr inflúenzufar-
aldrinum. Úr henni dó 1 barn á 1. ári.
Sauðárkróks. Flest tilfelli skráð, mánuðina sem inflúenzan gekk.
1 barn á 1. ári dó. Hafði verið lasið alllengi áður.
Hofsós. Nokkur tilfelii í börnum.
Ólafsfj. Örfá tilfeili af kveflungnabólgu.
Dalvíkur. Nokkur tilfelli, flest þeirra skráð sem banamein: barns
á fyrsta ári og þriggja aldraðra kvenna.
Grenivikur. Frekar væg'. Batnaði fljótt við súlfalyfja-(súlfaþíasól)-
gjöf-
Breiðumýrar. 2 miðaldra karlmenn létust á árinu úr þessum sjúk-
dómi. í báðum tilfellum reyndi ég súlfalyf og' pensilín, en aiit kom
fyrir ekki.
Þórshafnar. 1 tilfellanna lét hvorki undan súlfadíazín né pensilíni.
Vopnajj. Gömul kona með cancer mammae fékk kveflungnabólgu
og dó. 2 börn fengu kveflungnabólgu, annað þeirra upp úr inflúenzu-
faraldrinum, sem áður er getið.
Egilsstaða. Talsvert bar á kveflungnabólgu upp úr kvefi. Batnaði
yfirleitt vel við súlfalyf.
Seyðisfj. Gerði mikið vart við sig flesta mánuði ársins. Allir lækn-
uðust fljótt við súlfalyf (aðallega notað súlfadíazín).