Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 74
n
gerða, en hefur ekki komið að sök á þessu ári. Flestir fara til að-
gerðar eftir hæfilegan tíma.
Vikur. ö tilfelli.
Vestmannaeyja. 18 sjúklingar hafa verið skornir upp á sjúkrahús-
inu, þar af 5 í kasti. Annars er jafnan fylgt þeirri venju að skera
sjúklinginn upp í byrjun kasts, ef hann eða aðstandendur samþykkja,
en fólk er hér hrætt við botnlangatotuna og sútar ekki, þó að hún sé
tekin. Einstaka sjúklingar fá botnlangann hreint og beint á heilann,
hafa enga sálarró, fyrr en þeir eru lausir við hann, og reynist hann
þá oft heilbrigður. Þegar totan er horfin, hverfur óttinn, og sjúk-
lingnum batnar, að minnsta kosti þessi sjúkdómsótti.
Eyrarbakka. Með appendicitis acuta hef ég' sent á sjúkrahús í
Reykjavík 3 sjúklinga, þegar að lokinni skoðun. I öllum tilfellunum
fyrsta kast. 2 sluppu á sjúkrahúsið með aðeins ósprunginn langann,
en í þriðja tilfellinu sprakk hann á leiðinni, en allt fór vel.
Laugarás. Fátíðari þetta ár en oft áður.
9. Arteriosclerosis cerebri.
Þingeyrar. 2 tilfelli og bæði cum dementia.
10. Arthrosis genus.
Þingeyrar. Mjög algeng hér og eingöngu í gömlu fólki.
11. Asthma.
Reykhóla. Asthma fær einn 10 ára drengur alltaf með kvefi, sjaldan
þess á milli. Var hann framan af lítilfjörlegur og kvefgjarn, en er nú
að verða stór og hraustlegur og kvefast sjaldan, en beri það við, fær
hann enn asthma, sem skánar vð ephedrin.
Flateyrar. 8 tilfelli.
Hólmavíkur. 1 gamall sjúklingur. 2 bræður, 11 og 13 ára, fann ég
síðast liðið haust.
Hvammstanga. 4 sjúklingar með þennan kvilla, 2 á nokkuð háu
stigi. Annar þeirra dó. Banamein hans var nephritis chronica &
uraemia.
Ólafsfi. Sömu 3 sjúklingarnir.
Búffa. 3 karlar hér; einn þeirra, maður mn þrítugt, á ungan son
(utan héraðs), sem einnig hefur asthma. Þessir sjúklingar hafa allir
verið rannsakaðir (lappapróf), og reyndust þeir ofnæmir fyrir fjölda
efna, enda fá þeir sín köst alltaf öðru hverju.
Vestmannaeyja. Veit um 6 sjúklinga í héraðinu með sjúkdóminn.
Þeir hafa allir þolanlega heilsu með notkun lyfja.
12. Avitaminosis.
Búöardals. 2 tilfelli. Annað greinileg rachitis, hitt skyrbjúgur.
Reykhólu. Hef ekki fundið slíkt hér, hvorki rachitis né annað, enda
mikið um lýsisgjafir barna.
Bíldudals. 1 barn á öðru ári með beinkröm á allháu stigi. Barnið
er með klofinn góm, og fóðrun á því hefur gengið erfiðlega. C-avita-
minosis sést alltaf við og við, venjulega á fremur lágu stigi. Þó sjást
stundum blæðingar í tannholdi og húð.