Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 132
130
sem þurfa afarmikillar hjúkrunar við, en enginn vill hjúkra þeim
nema gamalmenni og ljósmæður. En þetta erfiða verk, unnið af van-
kunnáttu, seigdrepur viðkomandi „hjúkrunarfólk“. Sjúkrasamlagið
hefur nú starfað í 2 ár, og er fjárhagur þess góður. Allflestir trygg-
ingarskyldir menn eru nú komnir í það, en nokkrir hafa þverskaliazt
\úð að greiða iðgjöld enn þá.
Grenivíkur. Sjúkrasamlögin í héraðinu hafa starfað með sama liætti
og árið á undan, og eru menn farnir að sjá nytsemi þeirra.
Vopnafi. Sjúkrasamlag Vopnafjarðar var stofnsett í ársbyrjun og
tók til starfa 1. júlí 1946.
Egilsstaða. Sjúkrasamlög eru starfandi í 4 hreppum og' auk þess í
Eiðaskóla. Heilsuverndarstöðvar eru engar í héraðinu.
Seijðisfi. Rauðakrossdeild Seyðisfjarðar starfaði á svipaðan hátt og
undanfarin ár. Deildin hafði sjúkrabifreið í förum, meðan vegir voru
færir, og hefur liún oft komið að góðu gagni. í fjársöfnunarskyni
hefur verið stofnað til leiksýninga og skemmtana í samkomuhúsum
deildarinnar. Talsverða hjálp hefur deildin látið hinni sveltandi Ev-
rópu í té, hæði í peningum og vörum. Hjúkrunarfélag er ekkert í
héraðinu, og því ekki um aðra hjúkrun að ræða en í sjúkrahúsinu.
Sjúkrasamlag er í kaupstaðnum og Seyðisfjarðarhreppi.
Hafnar. Á næsta ári hefja starf sitt Sjúkrasamlag Nesjahrepps og
Sjúkrasamlag Hafnarhrepps.
Breiðabólsstaðar. 4 sjúkrasamlög sitt í hverjum hreppi, og er þá að-
eins 1 hreppur í héraðinu, sem ekki hefur stofnað sjúkrasamlag, en
það er Álftavershreppur.
Vestmannaegja. Engin starfandi hjúkrunarkona til þess að hjálpa
rúmliggjandi fólki úti um bæ. Fer að horfa til vandræða með að koma
sjúklingum á sjúkrahús, því að öll rúm eru þar að heita má full-
skipuð, og á verlíð vantar alltaf rúm, meira og minna, bæði handa
konum og körlum. Sjúkrasamlag starfandi samkvæmt alþvðutrygg-
ingarlöggjöfinni.
Keflavikur. Sjúkrasamlög eru nú kornin og starfrækt í 5 hreppum
af 7, og gengur rekstur þeirra vel.
C. Rannsóknarstofa Háskólans.
Prófessor Níels Dungal hefur gefið eftirfarandi skýrslu um störf
hennar á árinu 1946:
Berklaveiki: Jákvæð Neikvæð Samtais
Hrákar, smásjárrannsókn ... 121 1495 1616
Ræktun úr hrákum ... 245 469 714
— — þvagi 21 154 175
— — mænuvökva 6 30 36
— — magaskolvatni 56 217 273
— lungnahimnuvökva ... 3 24 27
— — ígerðum 8 9 17
— — liðvökva 10 10
— ýmsu 7 12 19