Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 104
102
bryggju. Áverki á höfði benti fremur til þess, að hann hefði rotazt í
fallinu. Fannst annars fljótandi í sjónum að morgni dags. Hafði farið
út fyrir fótaferðartíma og enginn á heimilinu orðið þess var. Hvasst
var og hált á bryggjunni. Hinn var 38 ára gamall bóndi, sem hafði
urn skeið þjáðst af svefnleysi og þunglyndi. Fannst úti í skemmu lát-
inn. Skotsár á enni, fjárbyssa við hlið — suicidium. Annars voru
slysin þessi: Ambustiones 4, contusiones 14, distorsiones 15, commotio
cerebri 1, corpora aliena corneae 10, vulnera incisa & contusa 15,
fract. complicata digiti 1.
Flateyrar. Slys urðu mörg á árinu, en flest smávægileg. Togararnir
korna þó öðru hverju með ilia leikna sjómenn. í janúar kom sjó-
maður með fract. antibrachii sin. complicata og 15 sm skurð þvert
urn handarbak, sbr. um bólgur hér að franian. Skömmu seinna kom
annar með mölbrotna hauskúpu, ldofna frá enni til hnakka, og heil-
ann úti. Hafði botnvörpuhleri komið á höfuðið og varð manninum
þegar að bana. í júlí kom bv. Skallagrímur með 4 slasaða menn að
iandi. Hafði polli sá á framþiljum togarans, sem dráttarvírinn liggur
um, rifnað upp úr dekkinu og hann og vírinn slengzt á skipshöfn-
ina með feikna afli, þar sem hún var við vinnu sína, með þeim af-
leiðingum, að einn maður hlaut fraet. cranii complicata og var þegar
örendur; annar fékk fract. columnae thoracalis et costarum, fract.
pelvis c. dislocatione femoris sin. Hann komst á land og andaðist
eftir 15 mínútur. Þriðji maðurinn hlaut vulnera contusa frontis et
fract. ossis zygomatici með commotio cerebri. Honum farnaðist vel. Sá
fjórði var með marða vinstri rasskinn og mjöðm. Vulnera diversa 67,
contusiones et distorsiones 20, fract. antibrachii 3, fibulae 4, supra-
condylica humeri 1, tali 1, maxillae sinistrae 1, corpora aliena oculi
6, aliis locis 4, ambustiones 11. 36 ára karlmaður fékk mikla kol-
sýrlingseitrun, er kviknaði í húsi hans. Hann kom þó brátt til ráðs
og hresstisl sæmilega. Bóndi einn fékk sér inótorrafstöð og setti upp
í skúr, áföstum við íhúðarhúsið, en ekkert „púströr“ út úr húsinu.
Einn fagran logndag, er hann kom frá gæftum, var allt heimilisfólkið
afvelta með miklum höfuðverk og uppsölu, en hafði þó verið frískt,
er hann fór. Hann stumraði yfir því um stund, en fór svo að kenna
máttleysis sjálfur. Vissi liann ekki, hverju þetta gegndi, en staul-
aðist í síma, náði til læknis og Ijósmóður á næsta bæ. Brá hún fljótt
við að vanda, kom á bæinn, fann lykt og reif upp alla glugga. Hús-
freyjan var allmjög eitruð orðin og var lengi að ná sér, en aðrir
liresstust fljótt. Hygg' ég, að þarna hefði orðið hörmulegt slys, ef Ijós-
móðirin hefði ekki búið á næsta bæ. Barn hellti yfir sig joðáburði.
Bæði augu þess brenndust nokkuð, en batnaði til fulls. Bílstjóri
hugðist lóða gat á benzíngeymi. Sprakk þá brúsinn og kom í andlit
honum með þeim afleiðingum, að hann varð blindur á báðum aug-
um nokkra daga. Múrari brenndist í andlili af tjörugufum, fékk
eczema og átti i því í marga mánuði.
Bolungarvíkur. Slys ekki mörg né mikilvæg á árinu. Maður datt
af bryggju ofan í bát og kom niður á öxlina. Brotnaði upphandlegg-
urinn nærri axlarlið. 1 infractio radii. Nokkrar distorsiones. Ekki her
það ósjaldan við, að önglar stingist á kaf í hendur og fætur sjómanna.