Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 135
133
Sauðárkróks. Barnaheimili á vegum Rauðakross íslands var á
Löngumýri, og' voru þar um 30 stúlkubörn í 2—3 rnánuði.
G. Drykkjumannahæli í Kaldaðarnesi.
í ársbyrjun voru á hælinu 18, en 11 til viðbótar sóttu það á árinu.
Eftir við áramót voru 8. Dvalardagar alls 2423. Vistmenn að meðal-
tali á dag 6,6.
H. Fávitahæii á Kleppjárnsreykjum.
í ársbyi’jun voru á hælinu 21 fáviti, 12 karlar, 9 konur. Enginn
bættist við á árinu, en 1 kona dó. Eftir við áramót voru 20. Dvalar-
dagar samtals 7447. Fávitar að meðaltali á dag 20,4.
I. Elliheimili.
Á árinu var af sérstöku tilefni dregin saman skýrsla um ellheimili,
sem þá voru starfandi í landinu og reyndust sem hér segir:
1. Elliheimilið Grund, Reykjavík. Stofnað árið 1922. Vistmanna-
pláss eru 225. Er sjálfseignarstofnun og stjórnað af þar til kjörinni
5 manna nefnd. Forstöðumaður er Gísli Sigurbjörnsson.
2. Elliheimili Ilafntirfjarðar, Hafnarfirði. Stofnað árið 1935. Vist-
mannapláss eru 36. Er eign bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og rekið af
honum. Forstöðumaður er Guðjón Guðmundsson.
3. Elliheimili Akraneskanpstaðar, Akranesi. Stofnað árið 1940.
Vistmannapláss eru 12. Er eign bæjarsjóðs Akraness og rekið af hon-
um. Framfærslunefnd bæjarins hefur umsjón með rekstrinum. For-
stöðukona er Ólöf Magnúsdóttir.
4. Elliheimili ísafjarðar, ísafirði. Stofnað árið 1921. Vistnvanna-
pláss eru 21. Eign bæjarsjóðs ísafjarðar og rekið af honum. Fram-
færslunefnd bæjarins hefur umsjón með rekstrinum. Forstöðukona
er María Benediktsdóttir.
5. Elliheimilið í Skjaldarvík, Eijjafirði. Stofnað árið 1943. Vist-
mannapláss eru 36. Eigandi er Stefán Jónsson, og annast hann einnig
um rekstur elliheimilisins.
6. Elliheimili Seyðisfjarðar, Seijðisfirði. Stofnað árið 1929. Vist-
mannapláss eru 14. Er eign Kvenfélagsins „Kvik“ og rekið af því.
Forstöðukona er Guðrún Gísladóttir.
7. Elliheimili Neskaupstaðar, Neskaupstað. Stofnað árið 1942.
Vistmannapláss eru 20. Eign bæjarsjóðs Neskaupstaðar og rekið af
honum. Forstöðukona er Sigurbjörg Ólafsdótlir.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Þrátt fyrir allan þann fjölda af nýjum húsum, sem reist hafa
verið í bænum á s. I. ári, var ennþá á þessu ári tilfinnanlegur skortur
á húsnæði, einkum íbúðuin fyrir fjölskyldufólk. Margar fjölskyldur
urðu því enn sem fyrr að búa í heilsuspillandi íbúðum, einltum í
kjöllurum og hermannaskálum. Þessi húsnæðisvandræði stafa vafa-
laust að nokkru leyti af óeðlilegri fjölgun bæjarbúa. Hins vegar hefur
nokkuð greiðzt úr skortinum á einstaklingsherbergjum. íbúðir þær,